Húsnæðisstuðningur ungmenna á heimavist.

Þriðjudagur, 4. september 2018
Opið er fyrir umsókn um húsnæðisstuðning vegna 15-17 ára ungmenna á heimavist.
 
Umsóknareyðublað um húsnæðisstuðning er að finna á heimasíðu Hvalfjarðarsveitar.
 
Með umsókninni þarf að fylgja eftirfarandi gögn.
1)  Umsókn
2)  Afrit af húsaleigusamningi 
3)  Launaseðlum síðastliðna þrjá mánuði
 
Skila þarf inn gögnum á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar að Innrimel 3, Hvalfjarðarsveit.