Forseti Íslands afhjúpar minnisvarða við Hernámssetrið að Hlöðum

Föstudagur, 3. nóvember 2017

Þann 1. nóvember sl. var athöfn að Hernámssetrinu að Hlöðum Hvalfjarðarströnd þar sem afhjúpaður var minnisvarði eftir rússneska listamanninn og myndhöggvarann Vladimir Alexandrovich Surovtsev. Minnisvarðinn ber heitið „Von um frið“ og er hann reistur af Rússum sem gjöf frá þeim til minningar um fórnir þeirra sjómanna sem tóku þátt í birgðarflutningum bandamanna frá Hvalfirði til Rússlands í seinni heimsstyrjöldinni.

Hr. Igor Orlov, fylkisstjóri í Arkhangelskfylki í Rússlandi kom ásamt föruneyti til að afhenda gjöfina og vera viðstaddur afhjúpun minnisvarðans. Forseti Íslands Herra Guðni Th. Jóhannesson afhjúpaði minnisvarðann við Hernássetrið að viðstöddu fjölmenni í fallegu haustveðri.