Fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar 2019-2022

Þriðjudagur, 11. desember 2018
 
Fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar fyrir árið 2019 ásamt þriggja ára áætlun 2020-2022
var samþykkt á fundi sveitarstjórnar þann 27. nóvember sl. 
 
Um er að ræða metnaðarfulla áætlun til næstu fjögurra ára þar sem hlúð er að 
áframhaldandi góðri þjónustu við íbúa, viðhaldi á eignum sveitarfélagsins auk uppbyggingar 
til framtíðar. Leitast er við að halda fjármagnskostnaði í lágmarki eins og kostur er og lagður 
er grunnur að framtíðarfjárfestingu íþróttahúss með lágmarkslántöku að markmiði. 
 
Við áætlunargerðina var lögð áhersla á að tekjuáætlunin væri varfærin, útgjaldaáætlun 
raunsæ og að ekki væri gengist undir skuldbindingar sem raskað gæti forsendum í rekstri og 
afkomu til lengri tíma. 
 
Forsendur fjárhagsáætlunar: 
 
Í áætluninni er stuðst við upplýsingar frá Hag- og upplýsingasviði Sambands íslenskra 
sveitarfélaga og útsvarsáætlun þeirra auk Þjóðhagsspá Hagstofu Íslands vegna þróunar 
verðlags fyrir komandi ár. Aðrar forsendur sem sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar horfir til eru 
útkomuspá yfirstandandi árs og níu mánaða árshlutauppgjör ársins. 
 
Launaáætlun var unnin út frá spá Hagstofu um hækkun launavísitölu, frá þeim tímum þar 
sem kjarasamningar renna út, þar sem mikil óvissa ríkir í kringum gerð komandi 
kjarasamninga. 
 
Útsvar: 
 
Álagning útsvars árið 2019 verður 13,69%, þ.e. hækkar úr 13,14%. 
Stuðst er við staðgreiðsluáætlun Sambands íslenskra sveitarfélaga við áætlun útsvarstekna. 
 
Fasteignaskattur og lóðarleiga:
 
Álagningarhlutföll fasteignaskatts árið 2019 verða eftirfarandi: 
  •   A-flokkur 0,44% - þ.e. lækkar úr 0,49% 
  •   B-flokkur 1,32% - óbreytt 
  •   C-flokkur 1,65% - óbreytt 
Lóðarleiga lækkar og verður 1,0% í stað 1,25%. 
 
Fasteignagjöld: 
 
Gjaldskrár sorphirðu-, sorpurðunar- og rotþróargjalda eru vísitölubundnar og hækka skv. því í 
janúar ár hvert. 
 
Aðrar tekjur: 
 
Gjaldskrár þjónustugjalda eru flestar vísitölubundnar og hækka sbr. það eins og um kveður. 
Ekki er gert ráð fyrir framlagi frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga árið 2019.
 
Rekstur: 
 
Almenn hækkun rekstrarkostnaðar er í takt við verðbólguspá Hagstofunnar fyrir komandi ár. 
Forstöðumenn fóru auk þess vel yfir alla kostnaðarliði m.t.t. raunþróunar þeirra auk þess 
sem einskiptisliðir yfirstandandi árs voru teknir út. 
 
Viðhald: 
 
Árið 2019 er gert ráð fyrir samtals 37,9mkr. til viðhalds eigna, hæsta fjárhæð er áætluð til 
viðhaldsframkvæmda við Hlaðir eða 10,8mkr., því næst til Áhaldahúss og Heiðarskóla, tæpar 
5mkr. á hvora eign og þar á eftir koma Heiðarborg og Svarthamarsrétt með tæpar 4mkr. 
hvor. 
 
Fjárfesting/framkvæmdir: 
 
Framkvæmdaáætlun 2019-2022 
 
                                     
Verkefni 2019 2020 2021 2022 Samtals 2019-2022
Frágangur á Háamel, Melahverfi   40.000.000       40.000.000
Hitaveita,Heiðarskólasvæði 10.000.000         10.000.000
Hitaveita, Hvalfjarðarsveit   5.000.000           5.000.000
Endurnýjun kaldavatnsveitu við Heiðarskóla 15.000.000         15.000.000
Kaldavatnsveita Hlíðarbær   3.000.000           3.000.000
Kaldavatnsveita Vatnsveitufél. Hvalfjarðar    8.000.000 23.000.000   23.000.000    54.000.000
Íþróttahús við Heiðarskóla    3.000.000 27.000.000 270.000.000  300.000.000
Hlíðarbær     15.000.000      15.000.000
Samtals 33.000.000 51.000.000 65.000.000 293.000.000  442.000.000

                            

Lántaka: 
 
Engin lántaka er áætluð árið 2019 heldur er gert ráð fyrir frekari niðurgreiðslu langtímalána 
eða tæpum 57mkr. til enn frekari lækkunar lánaafborgana. Ný lántaka er ekki áætluð fyrr en 
árið 2022 þá að fjárhæð 80mkr. 
 
Niðurstaða fjárhagsáætlunar 2019: 
 
  Heildartekjur samstæðu A og B hluta á árinu 2019 eru áætlaðar 864,1 mkr. 
     Heildargjöld eru áætluð 832,4 mkr. Þar af eru launagjöld 442,4mkr., annar 
     rekstrarkostnaður 348,1mkr. og afskriftir 41,9mkr. 
 
  Heildartekjur í A-hluta eru áætlaðar 856,3mkr. og heildarútgjöld eru áætluð 
     824,6mkr. Þar af eru laun og launatengd gjöld 442mkr., annar rekstrarkostnaður 
     342,1mkr. og afskriftir 40,4 mkr. 
 
  Fjármunatekjur A og B hluta og A hluta eru áætluð sama fjárhæð eða 34,1mkr. 
 
  Rekstrarafgangur A og B hluta er áætlaður 68,9mkr. sem er sama og A-hluta. 
 
  Skuldir og skuldbindingar A og B hluta í árslok 2019 eru áætlaðar 168mkr. og sama 
     fjárhæð er áætluð í A-hluta. 
 
  Eigið fé A og B hluta er áætlað 2.325,5mkr. og A hluta 2.305,1mkr. 
 
  Veltufé frá rekstri árið 2019 í A og B hluta er áætlað 110,3mkr. en 108,9mkr. ef 
     einungis er litið til A hluta. 
 
  Fjárfesting í A og B hluta er áætluð 33mkr. árið 2019. 
 
  Afborganir langtímalána eru áætlaðar 56,7mkr. Ekki er gert ráð fyrir að taka ný 
     langtímalán á árinu. 
 
  Áætlað er að í árslok 2019 verði handbært fé um 189mkr. 
 
Helstu lykiltölur úr rekstri og efnahag árin 2020-2022, samantekið A og B hluti: 
 
   Rekstrarafkoma á tímabilinu verður jákvæð öll árin á bilinu 75-77mkr. eða uppsafnað 
      á tímabilinu tæpar 230mkr. 
 
  Veltufé frá rekstri verður á bilinu 118-124mkr. á ári eða um 13% af tekjum. 
 
  Veltufjárhlutfall er áætlað 2,93-3,3 fyrstu tvö árin en lækkar svo í 2,33 árið 2022. 
 
  Skuldahlutfall heldur áfram að lækka til ársins 2021 þegar það er áætlað 17,9% (var 
     42,4% árið 2017) en hækkar svo árið 2022 í 25,5% þegar ný lántaka er áætluð.                                                     
 
                                                                              Hvalfjarðarsveit, 11. desember 2018

                                                                              Linda Björk Pálsdóttir, sveitarstjóri

 

Fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar 2019-2022 má sjá hér