Fjáröflunarbingó

Mánudagur, 13. mars 2017
Kæru sveitungar.
Ykkur er boðið að koma í bingó fimmtudaginn 16. mars klukkan 19:30 í Heiðarskóla á vegum nemenda 9. og 10. bekkjar Heiðarskóla. Nemendur eru að safna fyrir skólaferð til Englands í maí nk. Bingóspjaldið kostar 500 kr. en það er enginn posi á staðnum. Sjoppan verður opin.
 
Eigum skemmtilegt kvöld saman -það verða góðir og spennandi vinningar!
 
Hlökkum til að sjá ykkur.
Nemendur í 9. og 10 bekk Heiðarskóla