Dagur leikskólans

Föstudagur, 6. febrúar 2015

Frá Leikskólanum Skýjaborg: Í dag er dagur leikskólans haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins til að halda upp á það að þann 6. febrúar 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Á degi leikskólans er vakin sérstök athygli á því góða starfi sem unnið er í leikskólum og hvatt til jákvæðrar umræðu um leikskólann. Í Skýjaborg höldum við upp á daginn með því að opna sýningu á vinnu barnanna í stjórnsýsluhúsi Hvalfjarðarsveitar. Þar má sjá verk barnanna og skráningu á vinnu þeirra. Fjölbreytt verk eru til sýnis s.s. könnunarverkefni elstu barnanna um traktor og litaþema sem unnið var á yngri deildinni. Sýningin verður opin út febrúar og eru allir velkomnir að kíkja við.

Sjá myndir hér !