Börnin kveiktu ljósin á jólatrénu

Föstudagur, 4. desember 2015

Glaðvær og skemmtilegur hópur nemenda og starfsfólks Leikskólans Skýjaborgar kveiktu í dag ljósin á jólatrénu við stjórnsýsluhúsið.
Allir glöddust innilega þegar ljósin höfðu verið tendruð og að sjálfsögðu voru sungin jólalög.
Svo var boðið uppá smákökur og drykk í stjórnsýsluhúsinu.
Að lokum var tekin skemmtileg hópmynd

Starfsfólk stjórnsýslu þakkar nemendum og starfsfólki Skýjaborgar fyrir alla aðstoð og skemmtilega heimsókn.