Alþjóðlegt átak um endurvinnslu raftækja á vegum Úrvinnslusjóðs.

Þriðjudagur, 2. október 2018
Átak um söfnun og endurvinnslu raftækja
Hvað verður um rafeindatæki á þínu heimili og þínum vinnustað ?
 
Alþjóðlegt átak verður í söfnun raftækja í október 2018.  Laugardagurinn 13. október verður 
sérstaklega helgaður átakinu. 
 
Ástæða þess að blásið er til átaks í söfnun er sú að rafeinda- og raftæki eru að skila sér í alltof 
litlu mæli inn til endurvinnslu. Um er að ræða tæki sem oft má endurnýta með einhverjum 
hætti eða setja þau í endurvinnslu. Dýrmætar auðlindir, svo sem eðalmálmar eins og gull, er 
mjög æskilegt að ná í og endurnýta við framleiðslu nýrra raftækja.   
 
Um leið og einstaklingur kaupir tölvu, lyklaborð, síma, sjónvarp eða eitthvert það raftæki 
greiðir kaupandinn úrvinnslugjald sem er í raun tollur sem á að standa undir úrvinnslu 
viðkomandi tækis þegar líftíma þess lýkur. 
 
Þú, lesandi góður, ert því búinn að greiða fyrir förgun og endurnýtingu raftækjanna við 
kaupin og því er ærin ástæða til að koma öllum raftækjum sem þú vilt losna við inn á 
gámastöð, söfnunarstöð eða hvaða endurvinnslustöð sem er í þínu sveitarfélagi.  Gefðu þér 
smá stund til að horfa á stutta kynningu sem finna má á meðfylgjandi slóð: