Í búaþing, stefnumótun í íþrótta- og frístundamálum í Hvalfjarðarsveit

Þriðjudagur, 24. febrúar 2015
Fræðslu- og skólanefnd boðar til íbúaþings vegna stefnumótunarvinnu í íþrótta-
og frístundamálum í Hvalfjarðarsveit, laugardaginn 7. mars 2015
kl. 10.30-14.00 í Heiðarskóla. Húsið opnar kl. 10.15.
Boðið verður upp á súpu og brauð í hádeginu.
 
Tilgangur íbúaþingsins er að fá fram sjónarmið og hugmyndir íbúa varðandi íþrótta- og frístundamál í sveitarfélaginu en unnið er að stefnumótun í málaflokknum.
 
Á íbúaþinginu munum við m.a. leitast við að svara 
spurningum sem þessum:
 
Hvernig vilt þú að starfsemi vinnuskólans sé?
Vilt þú að sveitarfélagið reki frístundaheimili fyrir yngsta stig grunnskólans, eftir að hefðbundnum skólatíma lýkur?
Hverjar eiga áherslurnar að vera í starfsemi félagsmiðstöðvar unglinga?
Hvernig eflum við þátttöku barna og unglinga í íþróttastarfi?
Eigum við að reka félagsmiðstöð í sveitarfélaginu – sem er öllum opin óháð aldri?
Hvernig eflum við almenningsíþróttir í sveitarfélaginu?
 
Allir íbúar eru hvattir til að koma og vera með í því að móta stefnu sveitarfélagsins til frambúðar og leggja þannig sitt af mörkum til þess að byggja betra samfélag
 
 
Fræðslu- og skólanefnd.