Ég á bara eitt líf - forvarnarsamningur

Miðvikudagur, 3. október 2018
Forvarnarsamningur var undirritaður  26. september 2018 á milli fjölskyldu- og frístundanefndar og fræðslunefndar Hvalfjarðarsveitar við Ég á bara eitt líf.
Um er að ræða samning um víðtæka forvarnarfræðslu í Hvalfjarðarsveit til að sporna við misnotkun á lyfjum og neyslu á fíkniefnum. 
Mikil ánægja var við undirritun samningsins og mun forvarnarverkefnið Ég á bara eitt líf hefjast í Hvalfjarðarsveit, heimasveit Einars Darra heitins, eftir áramót.