Álagning fasteignagjalda árið 2017

Föstudagur, 3. febrúar 2017
Álagningu fasteignagjalda í Hvalfjarðarsveit fyrir árið 2017 er lokið.  
 
Álagningarseðlar fasteigna eru einungis sendir út til 69 ára og eldri og fyrirtækja.  Aðrir geta nálgast álagningarseðil sinn rafrænt í íbúagátt á vef Hvalfjarðarsveitar eða á vefnum www.island.is
 
Þeir sem óska geta fengið álagningarseðil sendan í tölvupósti eða pósti og er þeim bent á að hafa samband við skrifstofu Hvalfjarðarsveitar í síma 433 8500 eða senda tölvupóst á netfangið kristjana@hvalfjardarsveit.is.
 
Afsláttur á fasteignaskatti til örorku- og ellilífeyrisþega er tekjutengdur og ekki þarf að sækja um lækkun, gerður er vélrænn samanburður tekna samkvæmt skattframtali 2015.
 
Fjármálastjóri Hvalfjarðarsveitar veitir upplýsingar og annast breytingar varðandi álagningu gjalda. Upplýsingar má leita síma 433 8500 eða með tölvupósti á netfangið kristjana@hvalfjardarsveit.is 
 
Gjalddagar fasteignagjalda umfram 25.000 kr. fyrir árið 2017 eru:
15. febrúar, 15. mars, 15. apríl, 15. maí, 15. júní, 15. júlí og 15. ágúst. 
Gjalddagi fasteignagjalda undir 25.000 kr er 15. maí.
Eindagi reiknast 30 dögum eftir gjalddaga.
 
Nánari upplýsingar má nálgast hér : Fasteignagjöld