Ágætu íbúar

Föstudagur, 22. maí 2015

Eins og auglýst hefur verið munu vorhreinsunargámar verða staðsettir í Melahverfi, Hlíðarbæ og í Krosslandi þetta vorið eins og undanfarin ár. Gámar í Melahverfi og Hlíðarbæ munu koma á svæðið í dag 21. maí og verða staðsettir þar til 4. júni. Vegna framkvæmda við planið þar sem gámar verða staðsettir í Krosslandi munu gámar á því svæði ekki koma á svæðið fyrr en þriðjudaginn 26. maí og verða staðsettir þar til 9. júni.