Sveitarfélagið

Hvalfjarðarsveit

Umhverfisdagur

Í tilefni af degi umhverfisins, boðar umhverfisnefnd Hvalfjarðarsveitar til samkomu fyrir alla fjölskylduna á sumardaginn fyrsta, 19. apríl nk. milli kl. 15 og 17 í Heiðarskóla.

15.00:       Nýir tímar: Umhverfisnefnd sveitarfélagsins kynnir nýja umhverfisstefnu.

15.30:       Flokkun og endurvinnsla:     Birgir Kristjánsson framkvæmdastjóri Umhverfissviðs Íslenska Gámafélagsins 

16.00:       Ræktun matjurta: Jón Þórir Guðmundsson, garðyrkjufræðingur.

       Kaffi og meðlæti

 

Fimmtudagur, 19. apríl 2018 - 15:00 to 20:30
Jólatréssala verður í Álfholtsskógi Hvalfjarðarsveit helgina 16. og 17. des. n.k. kl. 12-16 
Afgreiðsla við Furuhlíð (kaffisskúr félagsins). Kaffi, kakó og smákökur á eftir.
Allir velkomnir. Félagsmenn aðstoða við að velja tré (sitkagreni, og stafafura í boði).
Beygt inn af Akranesvegi og inn á gamla Akrafjallsveg (Fellsaxlarveg). 
 
Verð á trjám: 5.000 að 1,5m,  7.000,  1,6 -2,2m,  8.000 að 2,5m.
 
F.h. stjórnar
Bjarni OV
 
Laugardagur, 16. desember 2017 - 12:00 to sunnudagur, 17. desember 2017 - 16:00

Hvalfjarðardagar verða haldnir síðustu helgina í ágúst 2017, sjá dagskrá á síðunni Hvalfjardardagar.is

Föstudagur, 25. ágúst 2017 - 14:45 to sunnudagur, 27. ágúst 2017 - 14:45
 
Laugardagur, 17. júní 2017 - 12:15 to 15:15
Opið hús fyrir eldri borgara í Hvalfjarðarsveit
í Fannahlíð miðvikudaginn 25. janúar kl 16-18
Gunnar Straumland les frumsamin ljóð, Heiðmar Eyjólfsson syngur nokkur lög.
 Anton Ottesen flytur Fjallgönguna,  ljóð eftir Tómas Guðmundsson.
 
Kaffi og meðlæti.   Mætum og eigum notalega stund saman
Ása Helgadóttir og Margrét Magnúsdóttir
 
Miðvikudagur, 25. janúar 2017 - 16:00 to 18:00

Miðvikudaginn 18. janúar n.k. verður haldinn kynningarfundur um fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar.

·        Á fundinum fer sveitarstjóri yfir helstu forsendur og niðurstöður fjárhagsáætlunar Hvalfjarðarsveitar fyrir árin 2017-20120.

·        Fundurinn verður haldinn 18. janúar kl. 20:00 að Innrimel 3.

Hvalfjarðarsveit 11. janúar 2017
Skúli Þórðarson, sveitarstjóri

Miðvikudagur, 18. janúar 2017 - 20:00 to 22:00

Atvinnuráðgjafi frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi er með viðveru í Hvalfjarðarsveit einu sinni í mánuði fram að vori. Viðveran er milli kl. 13-15 í stjórnsýsluhúsinu að Innrimel 3, Hvalfjarðarsveit. 

Hlutverk atvinnuráðgjafa er að vera einstaklingum, fyrirtækjum og sveitarstjórnum til aðstoðar á sviði atvinnumála. Atvinnuráðgjafi starfar á ráðgjafar- og þróunarsviði SSV og er verkefni þeirra að aðstoða ofangreinda aðila með eftirfarandi hætti:

  • Aðstoð við að greina vandamál
  • Leiðbeiningar um hvar er hægt að fá aðstoð, bæði fjárhagslega og tæknilega frá stoðkerfum atvinnulífsins.
  • Aðstoð við gerð umsókna til sjóða.
  • Aðstoð við gerð rekstrar- og kostnaðaráætlana.
  • Aðstoð við markaðsmál
  • Upplýsingagjöf, fundir o.fl.

Frekari upplýsingar má finna hér á heimasíðu SSV

Repeats every month on janúar, febrúar, mars, apríl, maí on the third Þriðjudagur 5 times .
Þriðjudagur, 17. janúar 2017 - 13:00 to 15:00
Þriðjudagur, 21. febrúar 2017 - 13:00 to 15:00
Þriðjudagur, 21. mars 2017 - 13:00 to 15:00
Þriðjudagur, 18. apríl 2017 - 13:00 to 15:00
Þriðjudagur, 16. maí 2017 - 13:00 to 15:00
Við í Skógræktarfélagi Skilmannahrepps ætlum að vera innfrá í 
Skógræktinni að selja jólatré á laugardaginn kemur (17.12. kl.12-16).
 
Skógrækt Skilmannahrepps
Laugardagur, 17. desember 2016 - 12:00 to 16:00
Bjarni R. Jónsson Ásklöpp og sonur hans Stefán Ýmir spila og syngja nokkur vel valin jólalög.
Geir Guðlaugsson spilar á harmónikku. Ásmundur Ólafsson les upp úr bók sinni.
Anna G. Torfadóttir sýnir skartgripi úr silfri.  Kaffi, súkkulaði og meðlæti.
 
Mætum og eigum saman notalega stund :)
Ása Helgadóttir, Margrét Magnúsdóttir og Elísabet Benediktsdóttir
 
Miðvikudagur, 14. desember 2016 - 16:00 to 18:00
Skógræktarfélag Skilmannahrepps býður íbúum í Hvalfjarðarsveit að koma og kaupa jólatré á skógræktarsvæði félagsins í Álfholtsskógi. 
Verið velkomin í skóginn laugardaginn 10. desember nk.   Kl. 12 -16.00.  Boðið er upp á að velja sér tré í skóginum í samráði við félagsmenn, sem verða á staðnum til að aðstoða.  Um er að ræða sitkagreni og eitthvað af stafafuru. Reiknað er með að menn sagi sjálfir upp sitt tré. (hafið sögina með). Einnig má taka tré með hnaus, en þá þarf að hafa rúmgott farartæki og góða skóflu.  Verð er óbreytt frá í fyrra.
 
Verð er 4.000kr fyrir tré allt að1,5m, 6000 kr fyrir 1,5-2,0m og 8000 fyrir 2-2,5m.
 
Ekið er frá Akranesvegi (Þjóðvegi 51) upp gamla Akrafjallsveginn (Fellsaxlarveg) og upp að aðstöðu félagsins (Furuhlíð).  Þar verða menn væntanlega til staðar til að leiðbeina og aðstoða. Boðið verður upp á heitt kaffi, (kakó) og meðlæti (smákökur) í upphituðu húsi.  
 
Stjórnin
Laugardagur, 10. desember 2016 - 12:00 to 16:00

Pages


Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Svo hægt sé að hafa samband við þig.
By submitting this form, you accept the Mollom privacy policy.