Ferðamál

„Þó hon enn lifir“ – Um nýjar þýðingar eldfornra og síungra eddukvæða
Málþing Snorrastofu laugardaginn 24. mars 2018 kl. 13
 
Snorrastofa í Reykholti efnir til málþings um nýjar þýðingar á eddukvæðum í tilefni af þýðingum Knuts Ødegård, sem komu út í tvímála útgáfu í fjórum bindum 2013-2016. Auk þess verður fagnað og vakin athygli á  öðrum þýðingum og útgáfum, sem nýlega hafa komið út og á málþinginu verður varpað ljósi á hvernig nýjar þýðingar geta birt sígild ritverk í samtímalegu ljósi.
 
Prófessor Lars Lönnroth í Gautaborg gaf út nýja þýðingu allra eddukvæða á sænsku árið 2016, og árið 2014 kom út endurskoðuð þýðing prófessor Carolyne Larrington í Oxford á eldri þýðingu hennar sem birtist fyrst 1996. Árið 2014 kom út hjá Hinu íslenska fornritafélagi ný útgáfa Eddukvæða í tveim bindum með rækilegum skýringum og formála. Útgáfuna önnuðust Jónas Kristjánsson og Vésteinn Ólason. Árið 2010 kom út ljóðabálkurinn Blóðhófnir eftir Gerði Kristnýju þar sem hún notar efni Skírnismála til nýrrar skáldlegrar túlkunar með skírskotun til samtímans.
 
Í fyrri hluta dagskrárinnar kynna Knut Ødegård og prófessor Jon Gunnar Jørgensen norsku þýðinguna, en í seinni hluta gera prófessor Lars Lönnroth og dr. Carolyne Larrington grein fyrir sínum þýðingum. Þá spjallar Gerður Kristný um endurvinnslu sína á eddukvæðnu Skírnismál í Blóðhófni og Vésteinn Ólason, sem unnið hefur að undirbúningi málþingsins, flytur inngangserindi um það, hvernig eddukvæðin urðu heimsbókmenntir. 
 
Hamrahlíðarkórinn undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur á sér langa og glæsilega sögu, og nýlega var Þorgerður kjörin heiðursborgari Reykjavíkur fyrir störf sín. Kórinn mun flytja þjóðlega tónlist með tengsl við fornan kveðskap. 
Málþinginu í Reykholti er fyrst og fremst ætlað að vekja athygli á þessu starfi með því að velja til kynningar þrjár ágætar og áhrifamiklar þýðingar og þýðendur þeirra. Það fer fram í Reykholtskirkju og allir eru velkomnir að njóta málþingsins, aðgangur er ókeypis.
 
Laugardagur, 24. mars 2018 - 13:00 to 17:30
Ung fræðakona úr héraði kveður sér hljóðs í Snorrastofu: Dánarbúsuppskriftir og munasöfn. Íslenskt samfélag á 19. öld í gegnum efnismenningu
 
Snorrastofa býður til fyrsta fyrirlestrar ársins 2018, þriðjudaginn 27. febrúar næstkomandi. Þar fjallar Anna Heiða Baldursdóttir, doktorsnemi í sagnfræði, um íslenskt samfélag á 19. öld og hvaða mynd megi fá af því í gegnum dánarbúsuppskriftir og munasöfn sem varðveist hafa. Sérstaklega verður greint frá niðurstöðum rannsóknar á efnismenningu nokkurra borgfirskra dánarbúsuppskrifta og sagt frá gripum sem er að finna í munasafni Þjóðminjasafns Íslands frá sama tíma 
 
Anna Heiða býr í Múlakoti í Lundarreykjadal og það er Snorrastofu sérstök ánægja að bjóða velkomna til leiks, unga og efnilega fræðakonu úr héraði. Fyrirlesturinn hefst í Bókhlöðu Snorrastofu kl. 20:30. 
 
Um efni fyrirlestursins segir Anna Heiða: „Oft hefur því verið fleygt að þeir hlutir sem við eigum segi margt um okkur sjálf. Þeir endurspegli á einhvern hátt einstaklinginn og umhverfið sem viðkomandi lifir í. Það er því forvitnilegt að velta því fyrir sér hvað fólk átti í fyrri tíð til að fá betri mynd af samfélagi þess tíma.“
 
Í von um betra ferðaveður en verið hefur að undanförnu, hvetur Snorrastofa fólk til að koma á fyrirlesturinn og kynna sér þetta áhugaverða verkefni. Að venju verður boðið til kaffiveitinga og umræðna, aðgangseyrir er kr. 500. 
 
Þriðjudagur, 27. febrúar 2018 - 20:30 to 22:30
Aðalfundur Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð verður haldinn sunnudaginn 25. febrúar kl. 14:30 í Garðakaffi á Akranesi. (Ath. aðalfundinum sem vera átti 11. feb. var frestað vegna óveðurs).
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Tillaga að verkefnum næsta starfsárs
3. Önnur mál
4. Ávörp gesta
Kaffi og meðlæti.
Allir sem áhuga hafa á verndun náttúru og lífríkis eru hvattir til að mæta og taka þátt í starfi Umhverfisvaktarinnar.
Stjórnin 
 
sunnudagur, 25. febrúar 2018 - 14:30 to 18:00

Nú á að fara að halda uppá menningarminjadag Evrópu um allt land. Hér á vesturland verður menningarminjadagurinn haldinn laugardaginn 14. október og mun Hulda Guðmundsdóttir a Fitjum kynna verkefnið „Framdalurinn Fitjasókn i Skorradal, verndarsvæði í byggð“. Komið verður saman við Fitjar, í botni Skorradals, kl. 14:00. Tilgangur menningarminjadagsins er að vekja athygli almennings á gildi menningararfsins.

Minjastofnun Íslands

Laugardagur, 14. október 2017 - 14:00 to 23:30
Helstu viðburðir í Safnahúsi á næstunni
 
Sagnakvöld - kynning á nýju efni úr héraði 
Fimmtudaginn 12. nóv. kl. 20.00. 
Þá hló Skúli - ævisaga Skúla Alexanderssonar eftir Óskar Guðmundsson 
Undir Fíkjutré - saga af trú, von og kærleika eftir Önnu Láru Steindal 
Sindur - ljósbrot frá eyðibýli eftir Ólöfu Þorvaldsdóttur 
Soffía Björg Óðinsdóttir flytur eigin tónlist 
 
Fyrirlestur/bókarkynning 
Laugardaginn 14. nóv. kl. 11.00 
Kynnt verður bókin Utangarðs? Ferðalag til fortíðar, eftir Halldóru Kristinsdóttur 
og Sigríði H. Jörundsdóttur. Myndskreytingar eru eftir Halldór Baldursson. Höfundar 
kynna. Sérstaklega verður sagt frá Svani Jónssyni frá Grjóteyrartungu og Kristínu 
Pálsdóttur frá Eystri-Leirárgörðum sem var víða í Borgarfirði, m.a. á Gilsbakka. 
 
Leikið með strik og stafi - sýning Bjarna Guðmundssonar 
Opnun laugardaginn 21. nóv. kl. 13.00 
Bjarni er að góðu kunnur fyrir merk störf sín á sviði þjóðmenningar. Sýningin ber nafnið 
„Leikið með strik og stafi“ og þar sýnir hann dægradvöl sína; verk sem hann kallar 
myndyrðingar. Sýningin verður opin til 20. janúar, þennan dag verður opið til kl. 16.00. 
 
Hlökkum til að sjá ykkur !
Starfsfólk Safnahúss
 
Aðgangur að viðburðum er ókeypis en söfnunarbaukur á staðnum.
Verði eitthvað að veðri verður tilkynning á www. safnahus.is
Fimmtudagur, 12. nóvember 2015 - 20:00 to Laugardagur, 21. nóvember 2015 - 22:00

Þann 10. október verður haldin okkar árlega Sviðamessa. Veislustjóri í ár er fyrrum ráðherrann, Guðni Ágústsson og mun hljómsveitin Megin Streymi leika fyrir dansi eftir að borðhaldi lýkur. Borðhald hefst kl. 20:00 og er miðaverð 7.500 kr.. Tryggið ykkur miða í síma: 551-2783 eða 894-3153. Sérstakt tilboð er ef keypt er bæði gisting og matur.

Laxárbakki

Laugardagur, 10. október 2015 - 20:00 to 23:45

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Svo hægt sé að hafa samband við þig.
By submitting this form, you accept the Mollom privacy policy.