Tómstundastyrkir

Tómstundastyrkir

Hvalfjarðarsveit styrkir börn og ungmenni allt að 18 ára aldri til íþrótta og tómstundaiðkunar.

Styrkirnir eru ætlaðir sem hvatning til frekari framfara og til að mæta útlögðum kostnaði vegna þjálfunar og keppni.

Styrkina skal miða við almanaksárið.

Viðmiðunarreglur við styrkveitingu:

Hvalfjarðarsveit styður íþrótta- og tómstundaiðkun barna og unglinga í sveitarfélaginu um 40.000 kr. á ári. Viðkomandi greiðir sjálfur fyrir íþrótta- og tómstundaiðkun sína og kemur með greiðslukvittun á skrifstofu sveitarfélagsins, til að fá endurgreitt.

Hvalfjarðarsveit styrkir íþrótta- og/eða tómstundaiðkendur sveitarfélagsins til keppnisferða erlendis um 25.000 kr. Hvalfjarðarsveit styrkir íþrótta- og/eða tómstundaiðkendur í sveitarfélaginu til æfingaferða erlendis um  20.000 kr. Reiknað er með að hver og einn geti sótt um styrk einu sinni á ári, vegna keppnisferða/æfingaferða erlendis.

Umsóknir skulu sendast fræðslu- og skólanefnd Hvalfjarðarsveitar að Innrimel 3, 301 Akranes.

  1. Umsókn þarf að fylgja: Dagskrá keppni/móts og staðfesting um þátttöku.
  2. Reglurnar skulu koma til endurskoðunar september ár hvert.

Fræðslu- og skólanefnd Hvalfjarðarsveitar.


Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Svo hægt sé að hafa samband við þig.
By submitting this form, you accept the Mollom privacy policy.