Skipulag í kynningu

Mánudagur, 3. september 2018

Kynningarfundur vegna tillögu að breytingu aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar hvað varðar frístundabyggð verður á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar miðvikudaginn 5. september 2018 kl. 17:00.

Lýsing tillögunnar liggur frammi á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar. Lýsinguna má einnig sjá á heimasíðu sveitarfélagsins www.hvalfjardarsveit.is
 
Miðvikudagur, 29. ágúst 2018
 
Lýsing fyrir breytingu á greinargerð aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 er varðar frístundabyggð
 
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur samþykkt lýsingu fyrir breytingu á greinargerð aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar 2008-2020.
 
Lýsingin tekur til 4. kafla í greinargerð um frístundabyggð og verður tillagan auglýst skv. 1. mgr. 31. gr. Skipulagslaga nr 123/2010 síðar í haust.
 
Fimmtudagur, 16. ágúst 2018

Auglýsing - Grundartanga, deiliskipulagsbreyting

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti 10. júlí 2018 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi iðnaðar- og hafnarsvæðis, vestursvæði á Grundartanga.

Deiliskipulagstillagan felur í sér útvíkkun á losunarsvæði núverandi flæðigryfja, sameiningu lóða, lagfæringu á númeraröð lóða við Klafastaðaveg og staðsetningu spennistöðvar við Klafastaðaveg.

Fimmtudagur, 31. maí 2018

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti 22. maí 2018 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Kross, 1.áfanga. Deiliskipulagstillagan felur í sér breyting skilmála fyrir einbýlishúaslóðir við Ásvelli 2,4,6,8,10 og 12 úr tveggja hæða í einni hæða húsa.

Tillagan er sett fram á uppdrætti með greinargerð dags. 11. maí 2018.

Tillagan er auglýst samkvæmt 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Föstudagur, 20. apríl 2018

Auglýsing

Tillaga að nýju deiliskipulagi í landi Narfastaða í Hvalfjarðarsveit.

Miðvikudagur, 20. desember 2017
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti 13. desember 2017 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Kross, 1.áfanga. Deiliskipulagstillagan felur í sér að 5 einbýlishúsalóðum við Garðavelli 1,3,5,7 og 9 verði breytt í þrjár parhúsalóðir.
 
Tillagan er sett fram á uppdrætti með greinargerð dags. 27. nóvember 2017.
 
Tillagan er auglýst samkvæmt 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
Þriðjudagur, 8. ágúst 2017
Hvalfjarðarsveit deiliskipulag
Hótel Hafnarfjall – samþykkt deiliskipulags
Þriðjudagur, 25. apríl 2017

Melahverfi 2, íbúðarhúsalóðir við Háamel.

Svæðið sem nú er úthlutað úr, er fyrsti áfangi að nýrri byggð sunnan Melahverfis.

Lóðirnar eru fyrir eftirfarandi byggingargerðir:

·         Einbýlishús á einni hæð, neðan götu: nr. 2, 4, 6 og 8

·         Parhús tveggja hæða, ofan götu: nr. 3, 5, 7, 9, 11 og 13

·         Parhús einni hæð, neðan götu: nr. 10, 12, 14 og 16

·         Fjölbýlishús, 8 íbúðir á tveimur hæðum: nr. 1 (Þegar úthlutuð)

 

Laugardagur, 18. febrúar 2017
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti þann 24. janúar 2017 að auglýsa tillögu um breytingu á deiliskipulagi fyrir Kross. Tillagan er dagsett 17. janúar 2017 og lögð fram sem breyting á greinargerðinni. Breytingin felur í sér að ákvæði um þakhalla er fellt út úr skilmálum fyrir skipulagssvæðið.
 
Tillagan er auglýst samkvæmt 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
Fimmtudagur, 16. febrúar 2017
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti þann 22.november 2016 að auglýsa tillögu um breytingu á deiliskipulagi í landi Hafnar II. Tillagan er dagsett 5.október 2016 og femlur m.a. í sér færslu á lóðum nr. 69 og 77.
 
Tillagan er auglýst samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
Tillagan liggur frammi á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar. Tillöguna má einnig sjá á heimasíðu sveitarfélagsins www.hvalfjardarsveit.is frá 15. Febrúar til og með 28. mars 2017.
 

Pages


Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Svo hægt sé að hafa samband við þig.
By submitting this form, you accept the Mollom privacy policy.