Nýsköpun

Nýsköpunarsjóður Hvalfjarðarsveitar.

 

Nýsköpunarsjóður Hvalfjarðarsveitar auglýsir eftir umsóknum um styrki til nýsköpunarverkefna í Hvalfjarðarsveit. 
Umsóknarfrestur er til 30. desember 2015.

 

Markmiðið með stofnun sjóðsins er að ýta undur nýsköpunarstarfsemi í Hvalfjarðarsveit til þess að aukna fjölbreytni í atvinnustarfsemi í sveitarfélaginu. Nýsköpunarsjóðurinn hefur samið við Nýsköpunarmiðstöð Íslands um að veita umsækjendum um styrki aðstoð við þróun verkefna og gerð umsókna, auk þess sem NMÍ veitir sjóðnum ráðgjöf við mat umsókna.
Nýsköpunarsjóður auglýsir eftir umsóknum einu sinni á ári. Umsækjendum býðst þá aðstoð við að vinna og þróa hugmynd sína og með aðstoð Nýsköpunarmiðstöðvar

Umsóknareyðublað

 

Umsóknarferlið

 

 

Umsókn

Umsóknarferlinu er þannig að nýsköpunarsjóður auglýsir eftir umsóknum.  Umsækjendur fylla út einfalt umsóknareyðublað og senda inn. Frestur er 4 vikur.

 

Hvað gerist svo?

Haft er samband við umsækjanda og honum boðin aðstoð, honum að kostnaðarlausu við að þróa hugmyndina eftir þörfum. Þá hafa umsækjendur að minnsta kosti 8 vikur (eftir því hversu snemma umsókn berst) til þess að þróa hugmynd sína áfram með leiðsögn frá NMÍ.  Að því loknu gefur stjórn Nýsköpunarsjóðsins sér 4 vikur til að ákveða endanlegar styrkveitingar ársins.

 

Spurningar:

Er flókið að sækja um?
Nei. Ekki er nauðsynlegt að fyrir liggi viðskiptaáætlun eða nákvæm útfærsla hugmyndarinnar. 
Fyrsta skrefið er einfaldlega að fylla út umsóknareyðublaðið sem hægt er að nálgast  á heimasíðu sveitarfélagsins og senda það til Nýsköpunarsjóðsins.

 

Ertu með hugmynd en er ekki viss um að hún gangi upp, sæktu um og fáðu aðstoð við að móta hugmyndina !

Já. Hugmyndin má vera stutt á veg komin. Enda er markmið sjóðsins er ekki síst það að hvetja þá sem hafa hugmyndir til að þróa þær áfram og veita þeim faglega aðstoð við að koma raunhæfum nýsköpunarhugmyndum í framkvæmd. 
 
Um úrvinnslu umsókna og úthlutanir

Þegar umsóknarfresti og samráði við NMÍ lýkur fjallar stjórn sjóðsins um umsóknir með eftir ráðgjöf frá NMÍ.  Sjóðurinn gefur þá vilyrði fyrir styrkveitingu. Sjóðurinn getur sett skilyrði fyrir styrkveitingunni, til að mynda að svar fáist vegna annarra styrkja sem sótt hefur verið um. Umsækjandi hefur þá vilyrði fyrir styrknum og að þeim skilyrðum uppfylltum er skrifað undir formlegan samstarfssamning og er helmingur styrks greiddur út.  Afgangur styrkfjárhæðar er greiddur út samkvæmt samningi og skal umsækjandi skila framvinduskýrslu til sjóðsins áður en greiðslur fara fram.
Ef ekki berst skýrsla er styrkur afturkræfur

Hámarksstyrkur getur verið allt að 1.000.000 kr. en upphæð veltur bæði á fjölda umsókna og mati sjóðsins á áhrifum og gæðum þeirra umsókna sem berast hverju sinni.
 
Öllum umsækjendum sent bréf um ákvörðun nefndarinnar

 

Áherslur sjóðsins við mat umsókna
Við ENDANLEGT mat á umsóknum verður horft til eftirfarandi þátta;

• nýnæmi / nýsköpun
• Skýrleiki markmiða verkefnisins
• arðbærni
• framtíðarmöguleikar verkefnisins 
• áhrif á samkeppnisstöðu á markaði  
• samfélagsleg áhrif 
• atvinnusköpun 
• fjármögnun

 

Umsækjendum er bent á að það kemur ekki í veg fyrir úthlutun úr Nýsköpunarsjóði Hvalfjarðarsveitar að sótt hafi verið um aðra styrki.

 

Hægt er að senda fyrirspurnir á um allt sem viðkemur ferlinu á netfangið 
nyskopunarsjodur@hvalfjardarsveit.is (merkt nýsköpunarsjóður)

Gagnlegar slóðir

Nýsköpunarmiðstöð Íslands
http://www.nmi.is/impra/

 

Styrkir og stuðningsverkefni
http://www.nmi.is/impra/styrkir-og-studningsverkefni/

 

Wikipedia business plan
http://en.wikipedia.org/wiki/Business_plan

 

Nefndina skipa:

Aðalmenn:

Stefán Ármannsson
Sigurgeir Þórðarson
Ragna Ívarsdóttir

Varamenn:

Daníel Ottesen
Hjördís Stefánsdóttir
Ásgeir Kristinsson

Fundargerðir


Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Svo hægt sé að hafa samband við þig.
By submitting this form, you accept the Mollom privacy policy.