Húsnæðismál

Heimili og húsnæði

Starfsmenn skrifstofu Hvalfjarðarsveitar veita einstaklingum og fjölskyldum ráðgjöf og alhliða upplýsingar um húsnæðismál og húsaleigusamninga. Frá áramótum 2016-2017 sér Vinnumálastofnun um afgreiðslu nýrra húsnæðisbóta en Hvalfjarðarsveit heldur utan um afgreiðalu sérstakra húsaleigubóta ásamt húsnæðisstuðning vegna 15-17 ára ungmenna á heimavist.

Húsaleigubætur

Almennar húsaleigubætur

Lög um húsaleigubætur nr.138/1997 tóku gildi 1. janúar 1998. Markmið laganna eru að lækka húsnæðiskostnað tekjulágra leigjenda og að draga úr aðstöðumun á húsnæðismarkaðnum. Þeir leigjendur sem leigja íbúðarhúsnæði til búsetu og eiga þar lögheimili geta átt rétt á húsaleigubótum. Erlendir ríkisborgarar með lögheimili hér á landi hafa sama rétt til húsaleigubóta. Námsmenn eru undanþegnir skilyrði um lögheimili en þurfa að hafa skráð aðsetur í hinu leigða húsnæði. Umsókn skal því send því sveitarfélagi þar sem námsmaður á lögheimili, óháð aðsetri.

Umsækjendur um almennar húsaleigubætur þurfa að skila inn eftirfarandi gögnum:
  • þinglýstum húsaleigusamningi (gildistími til a.m.k. sex mánaða)
  • staðfestu afriti af skattframtali allra sem búa í hinu leigða húsnæði
  • tekjuseðlum síðastliðinna þriggja mánaða hjá öllum sem búa í hinu leigða húsnæði
  • námsvottorði

Umsókn skal hafa borist eigi síðar en 16. dag fyrsta greiðslumánaðar. Endurnýja þarf árlega í janúar og þá fyrir 16. janúar ár hvert, bæði fyrir almennar og sérstakar húsaleigubætur.

Sérstakar húsaleigubætur

Sérstakar húsaleigubætur er fjárstuðningur til greiðslu húsaleigu vegna samþykktra íbúða á almennum markaði til viðbótar við almennar húsaleigubætur. Aðstæður umsækjenda eru metnar út frá ákveðnum tekjuviðmiðum.

Allar umsóknir um húsaleigubætur  er hægt fá á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar og fylla þar út umsóknareyðublað, eða rafræna umsókn á heimasíðu Hvalfjarðarsveitar..

 

Upplýsingar um húsaleigubætur

Reglur um sérstakar húsaleigubætur

Umsókn um húsaleigubætur

 

Lög um húsaleigubætur

 

 


Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Svo hægt sé að hafa samband við þig.
By submitting this form, you accept the Mollom privacy policy.