Allar fréttir

Mánudagur, 26. febrúar 2018

Frestur til að skila könnun vegna fyrirkomulags við sveitarstjórnarkosninga í vor hefur verið framlengdur til 5. mars næstkomandi. En könnunin var ekki borin út 22. febrúar eins og til stóð heldur 26. febrúar. Þeir sem fengið hafa könnunina í hendur geta póstlagt svarumslagið eða skilað því í póstkassa við anddyri stjórnsýslunnar að Innrimel 3.

Oddviti

Föstudagur, 23. febrúar 2018

258. fundur sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar verður haldinn þriðjudaginn 27. febrúar  2018 kl. 16:00 í Stjórnsýsluhúsinu að Innrimel 3,  Dagskrá fundarins má nálgast hér !

Fimmtudagur, 22. febrúar 2018
Kæru íbúar
Þann 26. maí næstkomandi verður gengið til sveitarstjórnarkosninga og nokkur umræða hefur verið í samfélaginu um hvaða form sé heppilegast hér í Hvalfjarðarsveit. Samkvæmt 19 gr. laga um kosningar til sveitarstjórnar nr. 5/1998 skulu fulltrúar í sveitarstjórnum kjörnir í leynilegum almennum kosningum sem geta verið með tvennu móti, þ.e bundinni hlutfallskosningu (listakosningu) eða óbundnum kosningum (persónukjöri).
 
Fimmtudagur, 15. febrúar 2018
Allt að fjórum sinnum á almanaksári greiðir Hvalfjarðarsveit fyrir snjómokstur / hálkueyðingu að heimreiðum íbúðarhúsa í dreifbýli þar sem föst búseta er.
Ábúendur skulu panta mokstur / hálkueyðingu með eins sólarhrings fyrirvara svo hægt sé að tryggja snjómokstur / hálkueyðingu eins og óskað er eftir.
Íbúar eldri en 67 ára og örorkulífeyrisþegar, m.v. 75% örorku geta leitað til sveitarfélagsins um mokstur / hálkueyðingu á heimreiðum umfram fjögur skipti. Fyrir slíka þjónustu þarf að greiða 50% af taxta viðkomandi verktaka. 
Þriðjudagur, 13. febrúar 2018
Már Jónsson prófessor flytur fyrirlestur um bókina Pilt og stúlku og höfund hennar í Safnahúsi fimmtudaginn 15. febrúar kl. 20.00. Verkið skrifaði Jón Thoroddsen þegar hann stóð á þrítugu, en hann var á  sínum tíma sýslumaður Borgfirðinga og bjó á Leirá.  Í ár eru 200 ár liðin frá fæðingu Jóns. Af því tilefni hefur fyrsta útgáfa bókarinnar verið endurprentuð og hafði Már umsjón með því verkefni. 
 
Þriðjudagur, 13. febrúar 2018
Skrifstofa Hvalfjarðarsveitar verður lokuð eftir hádegi miðvikudaginn 14. febrúar nk. vegna jarðarfarar.
 
Sveitarstjóri.
 
Mánudagur, 12. febrúar 2018
Álagningu fasteignagjalda í Hvalfjarðarsveit fyrir árið 2018 er lokið.  
 
Álagningarseðlar fasteigna eru einungis sendir út til 70 ára og eldri.  Aðrir geta nálgast álagningarseðil sinn rafrænt í íbúagátt á vef Hvalfjarðarsveitar eða á vefnum www.island.is
 
Föstudagur, 9. febrúar 2018

257. fundur sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar verður haldinn þriðjudaginn 13. febrúar  2018 kl. 16:00 í Stjórnsýsluhúsinu að Innrimel 3,  Dagskrá fundarins má nálgast hér !

Föstudagur, 19. janúar 2018

256. fundur sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar verður haldinn þriðjudaginn 23. janúar  2018 kl. 16:00 í Stjórnsýsluhúsinu að Innrimel 3,  Dagskrá fundarins má nálgast hér !

Miðvikudagur, 17. janúar 2018
Menningar- og atvinnuþróunarnefnd stendur fyrir fundi um Hvalfjarðardaga 2018 á morgun fimmtudaginn 18. janúar nk. kl. 17:30 í stjórnsýsluhúsinu að Innrimel 3.
 

Pages