Allar fréttir

Miðvikudagur, 22. mars 2017
Ársskýrsla Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefndar 2016
 
Athugasemdafrestur skipulög í auglýsingarferli
Deiliskipulagsbreytingar fyrir Kross, Hvalfjarðarsveit – breyting á greinargerð.
Athugasemdafrest til og með 22. mars 2017
Mánudagur, 13. mars 2017
Kæru sveitungar.
Ykkur er boðið að koma í bingó fimmtudaginn 16. mars klukkan 19:30 í Heiðarskóla á vegum nemenda 9. og 10. bekkjar Heiðarskóla. Nemendur eru að safna fyrir skólaferð til Englands í maí nk. Bingóspjaldið kostar 500 kr. en það er enginn posi á staðnum. Sjoppan verður opin.
 
Eigum skemmtilegt kvöld saman -það verða góðir og spennandi vinningar!
 
Hlökkum til að sjá ykkur.
Nemendur í 9. og 10 bekk Heiðarskóla
 
Mánudagur, 13. mars 2017

Leik og grunnskóli Hvalfjarðarsveitar – Stöður skólastjóra auglýstar lausar til umsóknar.

Auglýsingu má sjá HÉR

Föstudagur, 10. mars 2017

237. fundur sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar verður haldinn þriðjudaginn 14. mars 2017 kl. 16:00 í Stjórnsýsluhúsinu að Innrimel 3,  Dagskrá fundarins má nálgast hér !

Fimmtudagur, 9. mars 2017
Opið hús  fyrir eldri borgara í Hvalfjarðarsveit í Fannahlíð miðvikudaginn 15 mars kl 16-18. Danshópurinn Sporið sýnir nokkra dansa.  Arndís Halla Jóhannesdóttir flytur fyrirlestur sinn Mikill hlátur og smá grátur. Fyrirlesturinn er byggður á lífsreynslu Arndísar og er hugsaður til þess, að vekja fólk til umhugsunar um að öll höfum við val um hvernig við bregðumst við,  því sem við þurfum að takast á í lífinu. 
Kaffi og meðlæti
 
Mætum og eigum saman notalega stund
Ása Helgadóttir og Margrét Magnúsdóttir
Föstudagur, 3. mars 2017

236. fundur sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar verður haldinn þriðjudaginn 7. mars 2017 kl. 16:00 í Stjórnsýsluhúsinu að Innrimel 3,  Dagskrá fundarins má nálgast hér !

sunnudagur, 26. febrúar 2017
Snjómokstur er að hefjast í Hvalfjarðarsveit.
Mokstur stofnbrauta og tengivega verður í forgangi framyfir mokstur heimreiða.
Snjómokstur mun taka langan tíma og eru vegfarendur og íbúar beðnir um að sýna þolinmæði við þessar sérstöku aðstæður.
Utan opnunartíma skrifstofu Hvalfjarðarsveitar má fá upplýsingar um snjómokstur og koma óskum um mokstur heimreiða á framfæri í síma 899-2981 (Marteinn).
 
26. febrúar 2017
Skúli Þórðarson, sveitarstjóri
 
Föstudagur, 24. febrúar 2017

235. fundur sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar verður haldinn þriðjudaginn 28. febrúar 2017 kl. 16:00 í Stjórnsýsluhúsinu að Innrimel 3,  Dagskrá fundarins má nálgast hér !

Fimmtudagur, 23. febrúar 2017

Það hefur orðið breyting á flokkuninni, en núna þarf aðeins að setja smáhluti úr plasti í gegnsæja plastpoka, annað má fara beint í grænutunnuna sjá hér !

Pages