Allar fréttir

Fimmtudagur, 12. október 2017
Kjörskrá Hvalfjarðarsveitar, vegna Alþingiskosninga sem haldnar verða þann 28. október 2017, mun liggja frammi almenningi til sýnis á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3, á almennum skrifstofutíma frá og með 13. október 2017 til kjördags. 
 
 
 
Hvalfjarðarsveit 12. október 2017
Skúli Þórðarson, sveitarstjóri.
 
Mánudagur, 9. október 2017

Óskað er eftir einstaklingum til að sjá um félagsstarf fyrir eldri borgara í Hvalfjarðarsveit ásamt Margréti Magnúsdóttur, frá október til og með maí. Félagsstarfið sem um ræðir er svokallað Opið hús í Fannahlíð sem er haldið þriðja miðvikudag í hverjum mánuði frá kl. 16-18. Helstu verkefni eru að skipuleggja og halda utan um það félagsstarf sem fram fer í Opnu húsi og að sinna akstursþjónustu fyrir þá einstaklinga sem þess þarfnast til að komast til og frá Fannahlíð. Reynsla í vinnu með öldruðum er æskileg. Nauðsynlegt er að hafa bíl til umráða.

Mánudagur, 9. október 2017

Bilun er í ljósleiðarakerfi Hvalfjarðarsveitar og geta notendur á svæði milli Hvalfjarðarganga og Akraness átt vona á truflunum eða sambandsleysi. Viðgerð stendur yfir og er þess vænst að henni ljúki innan sólarhrings.

Sveitarstjóri

Föstudagur, 6. október 2017
Börn í árgangi 2012 í Skýjaborg unnu smásagnakeppni KÍ, Heimilis og skóla og Samtaka móðurmálskennara í flokki leikskólabarna í ár, með söguna Kennarinn með blað í fanginu sínu. Af því tilefni fóru þau í dag til Reykjavíkur í Hörpuna að fá verðlaun afhent. Börnin fengu innrammað viðurkenningarskjal, Kindle lestölvu og stóran blómvönd.
 
Föstudagur, 6. október 2017

250. fundur sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar verður haldinn þriðjudaginn 10. október  2017 kl. 16:00 í Stjórnsýsluhúsinu að Innrimel 3,  Dagskrá fundarins má nálgast hér !

Mánudagur, 2. október 2017
Á grundvelli samþykktar sveitarstjórnar varðandi  reglur styrktarsjóðsins  er hér með óskað eftir umsóknum.
 
Umsóknarfrestur er til 19. október nk. og reglur sjóðsins er að finna á heimasíðu Hvalfjarðarsveitar www.hvalfjardarsveit.is
 
Föstudagur, 22. september 2017

249. fundur sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar verður haldinn þriðjudaginn 26. september  2017 kl. 16:00 í Stjórnsýsluhúsinu að Innrimel 3,  Dagskrá fundarins má nálgast hér !

Föstudagur, 8. september 2017

248. fundur sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar verður haldinn þriðjudaginn 12. september  2017 kl. 16:00 í Stjórnsýsluhúsinu að Innrimel 3,  Dagskrá fundarins má nálgast hér !

Fimmtudagur, 24. ágúst 2017
A.  Leitarsvæði Núparéttar. Skv. fjallskilareglugerð nær leitarsvæði Núparéttar að merkjum Hlíðarfótar og Eyrar í Svínadal. 
Fyrri leit er laugardaginn 9. september og seinni leit laugardaginn 23. september. Fyrri rétt er sunnudaginn 10. september kl.13 en seinni rétt er laugardaginn 23. september þegar smölun lýkur. 
Leitarstjórar eru Baldvin Björnsson og Magnús Ingi Hannesson. 
Réttarstjóri er Baldvin Björnsson. 
Marklýsingamenn eru Helgi Bergþórsson og Atli Viðar Halldórsson. 
Fimmtudagur, 24. ágúst 2017
Föstudagur 25. ágúst
Kl. 10:00-18:00  Ferstikluskáli opinn
Kl. 12:00  Ljósmyndasamkeppni hefst og stendur yfir Hvalfjarðardaga
Þema: Gleði og náttúra í Hvalfjarðarsveit. Sjá nánar á www.hvalfjardardagar.is.
Kl. 14:00-21:00  Sundlaugin að Hlöðum opin
Kl. 18:00-23:00  Ferðaþjónustan á Laxárbakka býður heim
Lambakjöt á grillinu frá kl. 18:00 og kaldur á kantinum, gestum boðið að skoða íbúðirnar og aðstöðuna. 

Pages