Allar fréttir

Föstudagur, 11. nóvember 2016

Þann 8. nóvember sl. afhentu félagskonur í Kvenfélaginu Lilju Heiðarborg veglega gjöf en um er að ræða hjartastuðtæki, veggskáp og blástursgrímu. Búnaður þessi kemur að góðu gagni því engin slíkur hefur ekki verið til staðar í Heiðarborg. Meðfylgjandi mynd er tekin þegar Sigríður Lára Guðmundsdóttir, skólastjóri tekur við gjöfinni.

Hvalfjarðarsveit færir Kvenfélaginu Lilju þakkir fyrir þessa veglegu gjöf og óskar félaginu áframhaldandi farsældar í starfi sínu.

Föstudagur, 11. nóvember 2016

Föstudaginn 18. nóvember nk. verður lögbundin hunda- og kattahreinsun í Hvalfjarðarsveit. Hreinsunin fer fram að Skipanesi á milli kl. 17:00 – 19:00.

Samkvæmt 15. kafla hollustuháttareglugerðar nr. 941/2002, er hunda- og kattaeigendum skylt að láta ormahreinsa dýrið árlega. Skylt er að ormahreinsa alla hunda og ketti 4 mánaða og eldri, og nýgotnar tíkur. Skulu 3-4 vikna hvolpar spóluormahreinsaðir sérstaklega samkvæmt leiðbeiningum dýralæknis.

Þriðjudagur, 8. nóvember 2016

Raforkunotendur Melasveitarlínu frá Brennimel að Höfn. Rafmagnslaust verður á miðvikudaginn 9 nóvember, tvisvar,fyrst kl:12.00 til 12.15 og aftur kl: 16.15 til 16.30, en frá Miðfelli að Hurðarbaki verður rafmagnslaust kl: 12.00 til 16.30. vegna vinnu við háspennukerfið. Rarik biðst velvirðingar á óþægindum sem af þessu stafa. Bilanasími 5289390

Föstudagur, 4. nóvember 2016

229. fundur sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar verður haldinn þriðjudaginn 8. nóvember 2016 kl. 16:00 í Stjórnsýsluhúsinu að Innrimel 3,  Dagskrá fundarins má nálgast hér !

Þriðjudagur, 25. október 2016
Kjörfundur í Hvalfjarðarsveit vegna Alþingiskosninga laugardaginn 29. október 2016 verður frá kl. 9:00 til kl. 22:00
 
Kjörstaður er í stjórnsýsluhúsinu við Innrimel  í Melahverfi.
 
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram hjá sýslumanni fram að kjördegi. 
 
Kjósendum ber að hafa persónuskilríki meðferðis. 
 
 
Kjörstjórn í Hvalfjarðarsveit,
Jón Haukur Hauksson, formaður
Helga Stefanía Magnúsdóttir
Jóna Björg Kristinsdóttir
Föstudagur, 21. október 2016

228. fundur sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar verður haldinn þriðjudaginn 25. október 2016 kl. 16:00 í Stjórnsýsluhúsinu að Innrimel 3,  Dagskrá fundarins má nálgast hér !

Þriðjudagur, 18. október 2016

Opið hús fyrir eldri borgara sem átti að vera á morgun, miðvikudaginn 19. október, frestast um eina viku vegna slæmra veðurspár og verðu því miðvikudaginn 26. október frá kl. 16-18.

Margrét og Ása

Föstudagur, 14. október 2016

Miðvikudaginn 12. október sl. bauð sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar kjörnum fulltrúum og framkvæmdastjórum Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar og Skorradalshrepps í heimsókn.

Tekið var á móti hópnum í Heiðarskóla en þaðað var farið að Bugavirkjun þar sem meðfylgjandi mynd er tekin. Leiárgarðabændur kynntu virkjunina og þá starfsemi sem þar fer fram. Þá var haldið að Hernássetrinu að Hlöðum þar sem gestir fengu leiðsögn um safnið og kynningu frá Magnúsi Þór Hafsteinsyni á ýmsu varðandi hernámið. Heimsókninni lauk svo með kvöldverði að Hótel Glym.

Miðvikudagur, 12. október 2016

Hrútasýning Búnaðarfélags Hvalfjarðar verður haldin að Bjarteyjarsandi laugardaginn  15. okt. Kl 14.00.  Veitt verða verðlaun fyrir bestu hyrndu, kollóttu og mislitu lambhrútana.  Kaffiveitingar í boði Búnaðarfélagsins. Fjáreigendur eru hvattir til að mæta með hrúta sína.

Búnaðarfélag Hvalfjarðar

Miðvikudagur, 12. október 2016
Kjörskrá Hvalfjarðarsveitar, vegna Alþingiskosninga sem haldnar verða þann 29. október 2016, mun liggja frammi almenningi til sýnis á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3, á almennum skrifstofutíma frá og með 19. október 2016 til kjördags. 
 
Hvalfjarðarsveit 12. október 2016
Skúli Þórðarson, sveitarstjóri
 

Pages