Allar fréttir

Fimmtudagur, 11. janúar 2018

Leik- og grunnskóli Hvalfjarðarsveitar auglýsir lausar stöður leikskólakennara / leiðbeinenda og við ræstingu

Fimmtudagur, 11. janúar 2018

Kvenfélagið Lilja mun vera með hina árlegu harðfisks- og hákarlssölu fyrir Þorrann. Allur ágóði af sölunni rennur eins og áður í Hjálparsjóð kvenfélagsins, sem því miður þarf að veita úr á hverju ári. Íbúar Hvalfjarðarsveitar mega eiga von á galvöskum kvenfélagskonum seinni part mánudaginn 15, þriðjudaginn 16 og miðvikudaginn 17 að selja harðfisk og hákarl. Poki af harðfisk (200 gr) kostar kr.2.500 og hárkarlsbox kostar kr.1.300. Við erum ekki með posa svo gott er að hafa peninga við höndina.

Föstudagur, 5. janúar 2018

255. fundur sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar verður haldinn þriðjudaginn 9. janúar  2018 kl. 16:00 í Stjórnsýsluhúsinu að Innrimel 3,  Dagskrá fundarins má nálgast hér !

Föstudagur, 5. janúar 2018

Ráðgjöf vegna umsókna í Uppbyggingarsjóð Vesturlands

 

Ólafur Sveinsson atvinnuráðgjafi og Elísabet Haraldsdóttir menningarfulltrúi verða með viðveru víða um

Vesturland í næstu viku þar sem þau veita ráðgjöf til þeirra sem hyggjast sækja um styrki í

Uppbyggingarsjóð Vesturlands. 

 Þau verða á eftirtöldum stöðum:

Föstudagur, 29. desember 2017

Íbúar í Melahverfi standa fyrir áramótabrennu þann 31. desember nk. Kveikt verður í brennunni kl. 17:00

Föstudagur, 22. desember 2017

Óskum íbúum Hvalfjarðarsveitar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða.

Starfsfólk skrifstofu Hvalfjarðarsveitar
Miðvikudagur, 20. desember 2017
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti 13. desember 2017 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Kross, 1.áfanga. Deiliskipulagstillagan felur í sér að 5 einbýlishúsalóðum við Garðavelli 1,3,5,7 og 9 verði breytt í þrjár parhúsalóðir.
 
Tillagan er sett fram á uppdrætti með greinargerð dags. 27. nóvember 2017.
 
Tillagan er auglýst samkvæmt 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
Föstudagur, 15. desember 2017

Leik- og grunnskóli Hvalfjarðarsveitar varð til við sameiningu leikskólans Skýjaborgar og grunnskólans Heiðarskóla árið 2011. Skólinn er starfræktur á tveimur starfsstöðvum í sveitarfélaginu, Heiðarskóli við Leirá við Skarðsheiði og Skýjaborg í íbúðarhverfinu Melahverfi. Gildi skólans eru vellíðan – virðing – metnaður – samvinna. Skólinn er grænfánaskóli og leggur áherslu umhverfismennt og útinám.

Þriðjudagur, 12. desember 2017

Opið hús fyrir eldri borgara í Hvalfjarðarsveit, miðvikudaginn 13. desember kl. 16:00-18:00. Tónlistarskólinn á Akranesi verður með atriði og lesin verður upp jólasaga og fleira skemmtilegt.

Jólalegar veitingar,

Hlökkum til að sjá ykkur 

Magga og Sigrún

Föstudagur, 8. desember 2017

254. fundur sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar verður haldinn þriðjudaginn 12. desember  2017 kl. 16:00 í Stjórnsýsluhúsinu að Innrimel 3,  Dagskrá fundarins má nálgast hér !

Pages