Allar fréttir

Þriðjudagur, 20. júní 2017
Kynningarfundur um DMP- verkefnið verður haldinn Stjórnsýsluhúsi Hvalfjarðarsveitar fimmtudaginn 22. júní nk. kl. 14:30. 
Ferðaþjónustuaðilar í sveitarfélaginu og aðrir áhugasamir eru hvattir til að mæta.
 
Sjá frekari upplýsingar HÉR.
 
Fimmtudagur, 15. júní 2017
Langar þig að taka þátt í skemmtilegri helgi í Hvalfjarðarsveit ? Lumar þú á góðri hugmynd? Eitthvað áhugavert að sýna? Langar þig að bjóða fólki heim? Vilt þú taka þátt í að gera Hvalfjarðardaga 2017 að áhugaverðum viðburði?
 
Föstudagur, 9. júní 2017
Aðalfundur Ungmenna- og íþróttafélags Hvalfjarðarsveitar fer fram í Skessubrunni fimmtudaginn 22. júní n.k. kl. 20:30.
Dagskrá:
Hefðbundin aðalfundarstörf
Önnur mál
Vonumst til að sjá sem flesta !
Stjórnin
 
 
Föstudagur, 9. júní 2017

243. fundur sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar verður haldinn þriðjudaginn 13. júní  2017 kl. 16:00 í Stjórnsýsluhúsinu að Innrimel 3,  Dagskrá fundarins má nálgast hér !

Föstudagur, 2. júní 2017

Vinnuskólinn í Hvalfjarðarsveit auglýsir eftir verkbeiðnum frá íbúum sveitarfélagsins.

Kæru íbúar Hvalfjarðarsveitar

Nú er sumarið komið vel á veg, grasið farið að spretta hér í Hvalfjarðarsveit og öflug sveit ungmenna að hefja störf í Vinnuskólanum.

Frá og með 7. júní næstkomandi (miðvikudagur) og fram til 9. ágúst verðum við í því að snyrta opinber svæði sveitarinnar og garða einstaklinga sem leggja inn verkbeiðni hjá okkur.

Mánudagur, 29. maí 2017

Matráður óskast til starfa í leikskólanum Skýjaborg frá og með ágúst 2017.

Um framtíðarstarf er að ræða í 100% stöðu.

Laugardagur, 27. maí 2017

Nú fer að koma að hinni árlegu vorhreinsun í Hvalfjarðarsveit og eru íbúar, sumarhúsaeigendur og rekstraraðilar hvattir til að taka til hjá sér fyrir sumarið.

Vakin er athygli á að reglum sveitarfélagsins varðandi vorhreinsun hefur verið breytt.

Því er lögð áhersla á að aðilar kynni sér nýjar reglur áður enn sótt er um gáma.

Föstudagur, 26. maí 2017

Linda Björk er rekstrarfræðingur og hefur frá árinu 2011 unnið í Landsbankanum á Akranesi, nú síðast sem viðskiptastjóri.  Þar áður var hún fjármálastjóri í Borgarbyggð og sveitarstjóri í Borgarfjarðarsveit.  Linda er gift Karvel L. Karvelssyni framkvæmdastjóra og eiga þau tvö börn, 19 og 24 ára og eitt barnabarn. Gert er ráð fyrir að Linda taki til starfa um miðjan júlímánuð nk.

Föstudagur, 19. maí 2017

242. fundur sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar verður haldinn þriðjudaginn 23. maí 2017 kl. 16:00 í Stjórnsýsluhúsinu að Innrimel 3,  Dagskrá fundarins má nálgast hér !

 

Föstudagur, 12. maí 2017
Skrifstofa Hvalfjarðarsveitar lokar kl. 12:00, föstudaginn 12. maí 2017, vegna námskeiðs starfsfólks.
 
Sveitarstjóri
 

Pages