Allar fréttir

Þriðjudagur, 24. janúar 2017

Viðlagatrygging Íslands (VTÍ ) kom í heimsókn í Hvalfjarðarsveit í gær, en heimsóknin er liður í átaki stofnunarinnar til að bæta þekkingu á hlutverki hennar og skráningu opinberra mannvirkja í eigu sveitarfélaganna sem vátryggð eru hjá VTÍ.

Föstudagur, 20. janúar 2017
233. fundur sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar verður haldinn þriðjudaginn 24. janúar 2017 kl. 16:00 í Stjórnsýsluhúsinu að Innrimel 3,  Dagskrá fundarins má nálgast hér !
 
Föstudagur, 20. janúar 2017
Miðvikudaginn 18. janúar sl. var haldinn almennur kynningarfundur um fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar 2017-2020.
Á fundinum fór sveitarstjóri yfir forsendur áætlunarinnar og helstu niðurstöður.
Farið var yfir atriði er varða rekstur sveitarfélagsins, álagningu skatta og innheimtu þjónustugjalda, fjárfestingar og sölu eigna.
Að erindi sveitarstjóra loknu fóru fram almennar umræður um fjölmörg viðfangsefni sveitarfélagsins.
 
 
Fimmtudagur, 19. janúar 2017

Þorrablót á Hlöðum, 4. febrúar. Húsið opnar kl. 20 og borðhald hefst kl. 20:30. Meistararnir á Galito sjá um matinn og hljómsveitin Meginstreymi spilar fyrir dansi. Veislustjórinn verður leynivinur nefndarinnar. Þorragyðja býður upp á sprenghlægileg skemmtiatriði og fréttaannál 2016. Miðapantanir verða miðvikudaginn 25. janúar frá kl. 19-22 hjá Sylvíu í síma 863-6443 og Ingu í síma 823-0973.

Miðvikudagur, 11. janúar 2017

Á fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar þann 10. janúar sl. voru samþykktar reglur um lækkun eða niðurfellingu fasteignaskatts til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega. Reglurnar taka þegar gildi.

Sveitarstjórn hafði á fund sínum þann 13. desember sl. samþykkt tekjuvuiðmið sem lögð eru til grundvallar lækkun eða niðurfellingu fasteignaskatts.

 

Reglur um lækkun eða niðurfellingu fasteignaskatts má sjá HÉR

Miðvikudagur, 11. janúar 2017

Á fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar þann 13. desember sl. voru teknar ákvarðanir um álagningu skatta og þjónustugjalda á árinu 2017.

Yfirlit um álagningu gjalda 2017 má sjá HÉR

Föstudagur, 6. janúar 2017

232. fundur sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar verður haldinn þriðjudaginn 10. janúar 2017 kl. 16:00 í Stjórnsýsluhúsinu að Innrimel 3,  Dagskrá fundarins má nálgast hér !

Miðvikudagur, 4. janúar 2017
Samband íslenskra sveitarfélaga veitir nú í annað sinn  allt að þremur meistaranemum styrki  til að vinna lokaverkefni á sviði sveitarstjórnarmála sem tengjast stefnumörkun sambandsins 2014-2018. Til úthlutunar er að þessu sinni allt að 750.000 kr. og stefnt er að því að veita þrjá styrki. 
 
Fimmtudagur, 29. desember 2016
Vinnumálastofnun mun annast greiðslur húsnæðisbóta sem koma í staðinn fyrir húsaleigubætur, frá 1. janúar 2017. Áður var þessi þjónusta sótt til sveitarfélaga.
 
Frekari upplýsingar eru á heimasíðunni: www.husbot.is. Þar er einnig reiknivél til að skoða hvernig bætur munu verða og hægt er að senda inn rafræna umsókn. Einnig er það að finna eyðublað til útfyllingar fyrir þá sem ekki hafa tök á því að sækja um rafrænt.
 
Fimmtudagur, 29. desember 2016
Vantar þig aðstoð eða styrk til að hrinda henni í framkvæmd? Mættu þá á fund í Stjórnsýluhúsinu Innrimel 3 í Hvalfjarðarsveit kl. 17-19, fimmtudaginn 5. janúar 2017. Þar munu Ólafur Sveinsson, Vífill Karlsson og Ólöf Guðmundsdóttir frá Atvinnuráðgjöf Vesturlands kynna þjónustu atvinnuráðgjafarinnar við starfandi fyrirtæki og frumkvöðla ásamt því að kynna sjóði sem veita styrki úr til góðra verkefna.
 
Menningar- og atvinnuþróunarnefnd Hvalfjarðarsveitar
 

Pages