Allar fréttir

Föstudagur, 16. desember 2016

Fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar fyrir árið 2017 ásamt þriggja ára áætlun áranna 2018-2020 var samþykkt á fundi sveitarstjórnar þann 13. desember sl.

Fimmtudagur, 15. desember 2016
Að gefnu tilefni telur sveitarstjórn rétt að fram komi að Hvalfjarðarsveit hefur keypt fasteignina að Lækjarmel 7 í Hvalfjarðarsveit. Er sú ráðstöfun hluti af starfslokasamningi milli Hvalfjarðarsveitar annars vegar og fyrrverandi skólastjóra leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar hins vegar. Kaupverð eignarinnar var samkvæmt verðmati óháðs fasteignasala. Um er að ræða  fasteign sem byggð er árið 2006 og í góðu standi. Ekki er gert ráð fyrir því að sveitarfélagið beri fjárhagslegan skaða af kaupunum, enda er um góða eign að ræða og hefur húsið nú verið sett í sölumeðferð.
Föstudagur, 9. desember 2016

231. fundur sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar verður haldinn þriðjudaginn 13. desember 2016 kl. 16:00 í Stjórnsýsluhúsinu að Innrimel 3,  Dagskrá fundarins má nálgast hér !

Mánudagur, 5. desember 2016
Hvalfjarðarsveit og Vegagerðin skrifuðu undir snjómoksturssamning við Þrótt ehf. þann 30. nóvember síðastliðinn. Þróttur ehf. mun sjá um allan mokstur í sveitarfélaginu til móts við Vegagerðina. Þróttur ehf. mun sjá um heimreiðamokstur sem er í boði samkvæmt viðmiðunarreglum varðandi snjómokstur í Hvalfjarðarsveit
 
 
Föstudagur, 2. desember 2016
Opiðhús verður í Skýjaborg 8. desember kl. 8:30-10:00 í tilefni af 20 ára afmæli leikskóla í Hvalfjarðarsveit. 
 
Allir eru velkomnir. 
Boðið verður upp á veitingar. 
 
Um 10:30 er planið að fara í afmælisskrúðgöngu og öllum er velkomið að slást í hópinn.
Föstudagur, 25. nóvember 2016
Nú líður að því að þeir aðilar sem búsettir eru í Hvalfjarðarsveit, en eru ekki skráðir með lögheimili þar samkvæmt síðustu íbúaskrá þurfa að tilkynna um rétt lögheimili. Hið sama gildir um þá sem flutt hafa heimili sitt innan sveitarfélagsins. Tilkynna á um flutning eigi síðar en sjö dögum eftir að hann á sér stað en eins og oft vill verða þá getur það farist fyrir og því eru þeir sem ekki hafa þegar gengið frá þeim málum hvattir til að ljúka því hið fyrsta eða fyrir 1. desember n.k.
 
Miðvikudagur, 23. nóvember 2016
Verið velkomin á opnun ljósmyndasýningar í Hallsteinssal 
sunnudaginn 27. nóv. kl. 15.00. 
Á sýningunni eru ljósmyndir sem Jón hefur tekið á 
Vesturlandi. Megin viðfangsefnið er birtan sem slær
landslagið töfrum og framkallar liti sem linsan nær . 
Við opnunina mun Alexandra Chernyshova koma fram 
og boðið verður upp á kaffi og piparkökur. 
Allir velkomnir. 
Sama dag kl. 17.00 verða ljósin tendruð á jólatré Borgarbyggðar 
Föstudagur, 18. nóvember 2016

230. fundur sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar verður haldinn þriðjudaginn 22. nóvember 2016 kl. 16:00 í Stjórnsýsluhúsinu að Innrimel 3,  Dagskrá fundarins má nálgast hér !

Fimmtudagur, 17. nóvember 2016
DAGUR NÝSKÖPUNAR Á VESTURLANDI  verður haldinn í Landnámssetrinu í Borgarnesi  miðvikudaginn 23. nóvember og hefst dagskrá kl. 13.30 
 
UPPBYGGINGARSJÓÐUR VESTURLANDS  mun úthluta styrkjum til nýsköpunar í atvinnulífi,  en sjóðurinn úthlutar styrkjum til nýsköpunar tvisvar sinnum á ári og er þetta seinni úthlutun þessa árs. 
 
BJARNI MÁR GYLFASON frá Samtökum iðnaðarins og ODDUR STURLUSON frá Icelandic startup flytja erindi um nýsköpun. 
 
Föstudagur, 11. nóvember 2016

Föstudaginn 18. nóvember nk. verður lögbundin hunda- og kattahreinsun í Hvalfjarðarsveit. Hreinsunin fer fram að Skipanesi á milli kl. 17:00 – 19:00.

Samkvæmt 15. kafla hollustuháttareglugerðar nr. 941/2002, er hunda- og kattaeigendum skylt að láta ormahreinsa dýrið árlega. Skylt er að ormahreinsa alla hunda og ketti 4 mánaða og eldri, og nýgotnar tíkur. Skulu 3-4 vikna hvolpar spóluormahreinsaðir sérstaklega samkvæmt leiðbeiningum dýralæknis.

Pages