Allar fréttir

Þriðjudagur, 3. apríl 2018

Aðalfundarboð

Ræktunarsamband Hvalfjarðar og Búnaðarfélag Hvalfjarðar boða til aðalfundar þann 5.april  kl 20.30 að Laxárbakka.

 Dagskrá:          

Hefðbundin aðalfundarstörf

Önnur mál

Kaffiveitingar

Stjórnin

 

Þriðjudagur, 3. apríl 2018

Tilkynning

Hlíðarbær – Vatnsveita.

Viðgerð á vatnsveitu í Hlíðarbæ stendur yfir. Þess er vænst að viðgerð ljúki um kl. 13:00. Vatnslaust gæti orðið ef viðgerð dregst á langinn.

Sveitarstjóri.

 

Mánudagur, 26. mars 2018

Tilkynning frá Hitaveitufélagi Hvalfjarðar.

Hlíðabær / Hlaðir / Ferstikla.

 

Truflanir verða á afhendingu á heitu vatni frá kl. 10:00 til 14:00  á morgun þriðjudag 27. mars.

Föstudagur, 23. mars 2018

260. fundur sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar verður haldinn þriðjudaginn 27. mars  2018 kl. 16:00 í Stjórnsýsluhúsinu að Innrimel 3,  Dagskrá fundarins má nálgast hér !

Miðvikudagur, 21. mars 2018
Sundlaugin að Hlöðum er lokuð um páskana en sundlaugin í Heiðarborg verður opin                           
Opnunartími í sundlauginni í Heiðarborg um páskana:
 
Mánudagur 26. mars kl. 16 - 21
Þriðjudagur 27. mars kl. 16 - 21
Miðvikudagur 28. mars kl. 16 - 21
Skírdagur 29. mars  kl. 10 - 15
Laugardagur 31. mars kl. 10 - 15
Annar í páskum 2. apríl kl. 10 – 15
 
Miðvikudagur, 14. mars 2018

Ársreikningur Hvalfjarðarsveitar 2017 lagður fram til fyrri umræðu.

Á  fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar þann 13. mars sl. var ársreikningur sveitarfélagsins fyrir árið 2017 lagður fam til fyrri umræðu.
Afkoma af rekstri Hvalfjarðarsveitar á árinu 2017 var jákvæð og betri en fjárhagsáætlun ársins gerði ráð fyrir.

Föstudagur, 9. mars 2018

259. fundur sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar verður haldinn þriðjudaginn 13. mars  2018 kl. 16:00 í Stjórnsýsluhúsinu að Innrimel 3,  Dagskrá fundarins má nálgast hér !

Fimmtudagur, 8. mars 2018

Niðurstaða skoðunarkönnunar á vegum sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar um viðhorf íbúa, til þess að kjósa  lista- eða persónukosningu í næstu sveitarstjórnarkosningum í sveitarfélaginu liggja fyrir.

 

Sendir voru út 490 seðlar á íbúa með lögheimili í sveitarfélaginu 18 ára og eldri.

210 skiluðu inn atkvæðaseðlum, eða 43%.

Mánudagur, 26. febrúar 2018
Leikskólakennari / leiðbeinandi óskast til starfa í Skýjaborg
 
Leikskólakennari / leiðbeinandi í leikskóla óskast til starfa í Skýjaborg. Starfshlutfall er 50-62,5%. Óskað er eftir að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.
 
Mánudagur, 26. febrúar 2018

Á fundi Menningar- og atvinnuþróunarnefndar þann 21. febrúar sl. var fjallað um tímasetningu Hvalfjarðardaga. Á fundi nefndarinnar með ferðaþjónustuaðilum í janúar sl.  kom fram tillaga um að hátíðarhöldin yrðu færð yfir í júlí. Eftir að hafa skoðað málið og rætt við fleiri aðila var ákveðið að halda Hvalfjarðardaga í ágúst eins og verið hefur. Megin áhersla verður lögð á laugardaginn en ef einhver vill vera með uppákomu á föstudegi eða sunnudegi þá er það besta mál.

Menningar- og atvinnuþróunarnefnd

Pages