Allar fréttir

Föstudagur, 17. febrúar 2017
Miðvikudaginn 15. febrúar sl. hélt Landsnet kynningarfund á Bjarteyjarsandi með fulltrúum sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar og umhverfis-, skipulags og náttúruverndarnefndar ásamt hlutaðeigandi landeigendum vegna áætlunar fyrirtækisins um styrkingu raforkukerfisins milli höfuðborgarsvæðisins og Vesturlands.
 
Tilgangur fundarins var að upplýsa um þau áform sem framundan eru og kynna þá valkosti sem Landsnet  leggur til að verði skoðaðir varðandi mögulegar línulagnir og/eða styrkingu núverandi kerfis. 
 
Fimmtudagur, 16. febrúar 2017
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti þann 22.november 2016 að auglýsa tillögu um breytingu á deiliskipulagi í landi Hafnar II. Tillagan er dagsett 5.október 2016 og femlur m.a. í sér færslu á lóðum nr. 69 og 77.
 
Tillagan er auglýst samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
Tillagan liggur frammi á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar. Tillöguna má einnig sjá á heimasíðu sveitarfélagsins www.hvalfjardarsveit.is frá 15. Febrúar til og með 28. mars 2017.
 
Föstudagur, 10. febrúar 2017

234. fundur sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar verður haldinn þriðjudaginn 14. febrúar 2017 kl. 16:00 í Stjórnsýsluhúsinu að Innrimel 3,  Dagskrá fundarins má nálgast hér !

Miðvikudagur, 8. febrúar 2017
Okkar árlega þorrablót Umf. Þrasta verður haldið í Miðgarði laugardagskvöldið 18. febrúar. Húsið opnar kl. 20:30 og hefst borðhald kl. 21:00.
Veislustjóri er Pétur Svanbergsson. Hljómsveit leikur fyrir dansi að skemmtidagskrá lokinni.
 
Miðaverð 5.500. Miðapantanir verða sunnudaginn 12. febrúar kl. 19:00 – 22:00
í síma 866-5637 (Arna Dan) eða á netfangið arnadan86@gmail.com, og í síma 856-0500 (Jón Ottesen).
 
Föstudagur, 3. febrúar 2017
Álagningu fasteignagjalda í Hvalfjarðarsveit fyrir árið 2017 er lokið.  
 
Álagningarseðlar fasteigna eru einungis sendir út til 69 ára og eldri og fyrirtækja.  Aðrir geta nálgast álagningarseðil sinn rafrænt í íbúagátt á vef Hvalfjarðarsveitar eða á vefnum www.island.is
 
Þriðjudagur, 31. janúar 2017
Laust er til umsóknar starf frístundafulltrúa Hvalfjarðarsveitar. Um er að ræða 50% starf innan stjórnsýslu sveitarfélagsins. Leitað er að metnaðarfullum aðila til að stýra fjölbreyttum verkefnum sveitarfélagsins er varðar frístundastarf, viðburðastjórnun og kynningarstarf. Um nýtt starf er að ræða og mun viðkomandi fá tækifæri til að taka þátt í mótun þess. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
 
Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:
Mánudagur, 30. janúar 2017

Nýtt sorphirðudagatal 2017er komið á vefinn, sjá hér !

Þriðjudagur, 24. janúar 2017

Viðlagatrygging Íslands (VTÍ ) kom í heimsókn í Hvalfjarðarsveit í gær, en heimsóknin er liður í átaki stofnunarinnar til að bæta þekkingu á hlutverki hennar og skráningu opinberra mannvirkja í eigu sveitarfélaganna sem vátryggð eru hjá VTÍ.

Föstudagur, 20. janúar 2017
233. fundur sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar verður haldinn þriðjudaginn 24. janúar 2017 kl. 16:00 í Stjórnsýsluhúsinu að Innrimel 3,  Dagskrá fundarins má nálgast hér !
 

Pages