Allar fréttir

Þriðjudagur, 22. maí 2018
Kjörfundur í Hvalfjarðarsveit vegna sveitarstjórnarkosninga laugardaginn 26. maí 2018
 
 
Kjörstaður er í Stjórnsýsluhúsinu við Innrimel 3.
 
Kjörfundur hefst kl. 09:00 og lýkur kl. 22:00. 
 
Talning atkvæða fer fram í Stjórnsýsluhúsinu að loknum kjörfundi. 
 
Kjósendur eru hvattir til að koma snemma á kjörstað og hafa persónuskilríki meðferðis. 
Kjörstjórn 
 
Föstudagur, 18. maí 2018

265. fundur sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar verður haldinn þriðjudaginn 22. maí  2018 kl. 16:00 í Stjórnsýsluhúsinu að Innrimel 3,  Dagskrá fundarins má nálgast hér !

Fimmtudagur, 17. maí 2018

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á sveitarstjórnarfundi númer 261 þann 10. apríl s.l. nýja umhverfisstefnu Hvalfjarðarsveitar.

Hér má nálgast hina nýju umhverfisstefnu.

Mánudagur, 14. maí 2018

264. fundur sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar verður haldinn þriðjudaginn 15. maí  2018 kl. 16:00 í Stjórnsýsluhúsinu að Innrimel 3,  Dagskrá fundarins má nálgast hér !

Mánudagur, 14. maí 2018
Kjörskrá Hvalfjarðarsveitar, vegna sveitarstjórnarkosninga sem haldnar verða þann 26. maí 2018, mun liggja frammi almenningi til sýnis á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3, á almennum skrifstofutíma frá og með 16. maí 2016 til kjördags. 
 
Hvalfjarðarsveit 14. maí 2018
Skúli Þórðarson, sveitarstjóri.
 
Miðvikudagur, 9. maí 2018

Rekstraraðili óskast

Hvalfjarðarsveit óskar eftir aðila til að annast rekstur sundlaugarinnar að Hlöðum sumarið 2018.

Rekstraraðili skal skv. nánara samkomulagi annast:

·         Umsjón með starfsemi laugarinnar í júní, júlí og ágúst nk.

·         Annast baðvörslu, afgreiðslu, þrif, auglýsingar, innkaup á rekstrarvörum t.d. hreinlætisvörum eins og klór og að annað sem rekstrinum tengist.

Miðvikudagur, 9. maí 2018

Starf skrifstofumanns og skjalavarðar hjá Hvalfjarðarsveit er laust til umsóknar, um er að ræða 100% starf.

Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:

·         Almenn skrifstofu- og ritarastörf.

·         Skjalavarsla.

·         Gerð og útsending reikninga.

·         Greiðsla reikninga o.fl.

·         Umsjón með heimasíðu sveitarfélagsins og öðrum miðlum.

Þriðjudagur, 8. maí 2018
Nú fer að koma að hinni árlegu vorhreinsun í Hvalfjarðarsveit og eru íbúar, sumarhúsaeigendur og rekstraraðilar hvattir til að taka til hjá sér fyrir sumarið.
 
Á tímabilinu 18. maí til 4. júní verða gámar staðsettir í Melahverfi, Hlíðarbæ og Krosslandi.
Gámur fyrir timbur
Gámur fyrir járn og bíldekk
Gámur fyrir gróðurúrgang
Þriðjudagur, 8. maí 2018

Þrír listar eru í framboði til sveitarstjórnarkosninga 26. maí 2018 í Hvalfjarðarsveit.

Listarnir og frambjóðendur eru: SJÁ HÉR:

Mánudagur, 7. maí 2018

Á fundi sveitarstjórnar þann 27. mars s.l. var ársreikningur Hvalfjarðarsveitar fyrir árið 2017 samþykktur, sjá HÉR:

Alla ársreikninga sveitarfélagsins frá stofnun þess 2006 má sjá undir liðnum Stjórnkerfið hér fyrir ofan,

og þar undir er liðurinn Fjármál og tölfræði, ársreikningar sveitarfélagsins.

Sveitarstjóri.

.

 

Pages