Allar fréttir

Mánudagur, 22. desember 2014

Stefnumörkun um iðnaðarsvæði

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti þann 4. desember 2014 tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 samkvæmt 1. mgr. 26. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar stefnumörkun um iðnaðarsvæði.  Tillagan var auglýst frá 29. ágúst til og með 10. október 2014. Að mati sveitarstjórnar gáfu innsendar athugasemdir ekki tilefni til breytinga á tillögunni og hefur hún verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar.  Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til skipulagsfulltrúa Hvalfjarðarsveitar.

Föstudagur, 19. desember 2014

Fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar fyrir árið 2015 ásamt þriggja ára áætlun áranna 2016-2018 var samþykkt á fundi sveitarstjórnar þann 15. desember sl. Samkvæmt fjárhagsáætluninni er gert ráð fyrir að á árinu 2015 verði rekstrarniðurstaða samstæðu A og B hluta jákvæð um 30,1 millj. króna.

Fimmtudagur, 18. desember 2014

Messur um jól og áramót
24. des. – aðfangadagur
Hallgrímskirkja í Saurbæ
Miðnæturguðþjónusta kl. 23.00

25. des. – jóladagur
Leirárkirkja - hátíðarguðþjónusta kl. 13.30
Innri-Hólmskirkja - hátíðarguðþjónusta kl. 15.00

31. des. – gamlársdagur
Innri-Hólmskirkja - messa kl. 13.30
Leirárkirkja - messa kl. 15.00

Miðvikudagur, 17. desember 2014

Á morgun, fimmtudag, ætlum við í Sveitinni milli stranda að halda jólatónleika í Hallgrímskirkju í Saurbæ. Á efnisskránni verða falleg jólalög úr ýmsum áttum, bæði gömul og ný. Með okkur á tónleikunum verða ungar og hæfileikaríkar söngkonur héðan úr sveitinni. 
Við ætlum að eiga notalega og fallega kvöldstund saman með ljúfri tónlist í kirkjunni okkar. 

Staður: Hallgrímskirkja í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd
stund: 18. desember kl. 20:30

Aðgangur verður ókeypis en tekið verður við frjálsum framlögum frá þeim sem það kjósa. :)

Þriðjudagur, 16. desember 2014

Skrifstofa Hvalfjarðarsveitar verður lokuð á aðfangadag og gamlársdag.

Þriðjudagur, 16. desember 2014
Auglýsing um óverulega breytingu Aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 á þéttbýlisuppdrætti Melahverfis.
Um er að ræða breytta landnotkun í Melahverfi.
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti þann 11. nóvember 2014 tillögu að óverulegri breytingu Aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar 2008-2020  á þéttbýlisuppdrætti Melahverfis sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga 123/2010. 
Mánudagur, 15. desember 2014

Á fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar þann 4. desember sl. var samþykkt að ráða Arndísi Höllu Jóhannesdóttur í starf félagsmálastjóra. Um er að ræða 50% stöðugildi. Arndís Halla hóf störf hjá Hvalfjarðarsveit þann 10. desember.

Aðrir umsækjendur um stöðu félagsmálastjóra voru:

Auður Herdís Sigurðardóttir.
Íris Eik Ólafsdóttir.
Jóhanna Hildiberg Haraldsdóttir.
Kristín Sævarsdóttir.
Lilja Guðrún Guðmundsdóttir.
Vilborg Oddsdóttir.
 

Föstudagur, 12. desember 2014

Næsti sveitarstjórnarfundur verður haldinn að Innrimel 3, mánudaginn 15. desember kl. 16:00. Það er hægt að sjá fundarboðið hér !

Föstudagur, 5. desember 2014

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfesti skipulagsáætlanir varðandi iðnaðar- og athafnasvæðið við Grundartanga á fundi í gær, 4. desember 2014. Upphaf þess að farið var í þessar skipulagsbreytingar voru áform Silicor Materials um að reisa sólarkísilverksmiðju við Grundartanga. Í vor komst Skipulagsstofnun að þeirri niðurstöðu að sólarkísilverið þætti ekki líklegt til þess að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og verkefnið væri því ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Miðvikudagur, 3. desember 2014
Við Heiðarskóla vantar til starfa frá 1. janúar 2015:
Almennur starfsmaður Heiðarskóla. Auglýst er eftir starfsmanni í almenn störf í þrifum í 50% starfshlutfall
Laun samkv. viðkomandi stéttarfélagi

Pages