Allar fréttir

Miðvikudagur, 21. janúar 2015

Kvenfélagið Lilja verður á ferðinni dagana 23. - 25. janúar að selja harðfisk og hákarl. Með von um góðar móttökur :) Kær kveðja Dúfa og Heiða. Verða ekki með posa !

Þriðjudagur, 20. janúar 2015

Við Heiðarskóla vantar til starfa frá 1. febrúar 2015: Almennur starfsmaður Heiðarskóla. Auglýst er eftir starfsmanni í almenn störf í þrifum í 50% starfshlutfall. Laun samkv. viðkomandi stéttarfélagi

Fimmtudagur, 15. janúar 2015

Þorrablót á Hlöðum 31. janúar 2014. Húsið opnar kl. 20:00 og borðhald hefst stundvíslega kl. 20:30. Meistararnir á Galito sjá um matinn og hljómsveitin Meginstreymi heldur uppi gleði og glaum fram á nótt. Veislustjóri verður enginn annar en alþingismaðurinn og kúabóndinn Haraldur Benediktsson en stjórn Ungmenna- og íþróttafélags Hvalfjarðarsveitar mun bjóða upp á óborganleg skemmtiatriði og annál ársins 2014.

Fimmtudagur, 15. janúar 2015

Í dag þann 15. janúar  afhenti Skúli Þórðarson, sveitarstjóri Steinunni Sigurðardóttur, formanni stjórnar Hollvinasamtaka Heilbrigðisstofnunar Vesturlands styrk frá Hvalfjarðarsveit að fjárhæð kr. 1.000.000-. Mun styrkur Hvalfjarðarsveitar renna í fjársöfnun hollvinasamtakanna til kaupa á sneiðmyndatæki sem afhent verður Heilbrigðisstofnun Vesturlands til eignar.

Föstudagur, 9. janúar 2015

Mánudaginn 12. janúar mun oddviti Hvalfjarðarsveitar vera með viðveru á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar að Innrimel 3 frá kl. 10:00-12:00.

Föstudagur, 9. janúar 2015

Næsti sveitarstjórnarfundur verður haldinn að Innrimel 3, þriðjudaginn 13. janúar kl. 16:00. Það er hægt að sjá fundarboðið hér !

Föstudagur, 9. janúar 2015
Hallgrímskirkja í Saurbæ
Messa sunnudaginn 11. janúar kl. 14.00
Í messunni færir Kvenfélagið Lilja
kirkjunni gjöf til minningar
um látnar félagskonur.
 
Allir velkomnir.
 
Sóknarprestur
 
Föstudagur, 9. janúar 2015

Íbúafundur um fjárhagsáætlun 2015-2018

Þann 7. janúar 2015 var haldinn íbúafundur í Stjórnsýsluhúsi Hvalfjarðarsveitar þar sem Skúli Þórðarson, sveitarstjóri kynnti helstu forsendur og niðurstöður fjárhagsáætlunar Hvalfjarðarsveitar fyrir árin 2015-2018.

Hér má sjá það efni sem sveitarstjóri kynnti og fór yfir á fundinum.

Miðvikudagur, 7. janúar 2015

Tilkynning frá byggingarfulltrúa um gæðastjórnunarkerfi hjá hönnuðum, byggingarstjórum og iðnmeisturum. Ekki er tekið á móti hönnunargögnum eða skráningu á iðnmeisturum eða byggingarstjórum nema að viðkomandi aðili sé á lista MVS og að hann eða hún hafi tekið upp gæðastjórnunarkerfi frá og með 1. janúar 2015, sbr. lög um mannvirki nr. 160/2010.

Þriðjudagur, 6. janúar 2015

Kynningarfundur um fjárhagsáætlun

Miðvikudaginn 7. janúar n.k. verður haldinn kynningarfundur um fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar.

·        Á fundinum fer sveitarstjóri yfir helstu forsendur og niðurstöður fjárhagsáætlunar Hvalfjarðarsveitar fyrir árin 2015-2018.

·        Fundurinn verður haldinn 7. janúar kl. 20:00 að Innrimel 3.

·        Vonast er til að sem flestir sjái sér fært að mæta á þennan kynningarfund.

Sveitarstjóri

Pages