Allar fréttir

Mánudagur, 9. febrúar 2015
Þann 11. febrúar ár hvert er 112 dagurinn haldinn. Á Akranesi verður opið hús hjá Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar frá kl. 14-18. Fróðleg og skemmtileg dagskrá er í boði, meðal annars kynning á starfi Slökkviliðisins og Björgunarfélags Akraness.  Lögreglan og sjúkraflutningsmenn verða á staðnum sem og einnig Rauði Krossinn sem mun kynna þjálfun í skyndihjálp.
 
Mánudagur, 9. febrúar 2015

Sorphirðudagatal fyrir árið 2015 er komið á vef Hvalfjarðarsveitar. Sjá nánar hér.

Föstudagur, 6. febrúar 2015

Þriðjudaginn 27. janúar verður haldinn 189. fundur sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar. Fundurinn verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3, og hefst hann kl.

Föstudagur, 6. febrúar 2015

Frá Leikskólanum Skýjaborg: Í dag er dagur leikskólans haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins til að halda upp á það að þann 6. febrúar 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Á degi leikskólans er vakin sérstök athygli á því góða starfi sem unnið er í leikskólum og hvatt til jákvæðrar umræðu um leikskólann. Í Skýjaborg höldum við upp á daginn með því að opna sýningu á vinnu barnanna í stjórnsýsluhúsi Hvalfjarðarsveitar.

Föstudagur, 30. janúar 2015

Mánudaginn 2. febrúar mun oddviti Hvalfjarðarsveitar vera með viðveru að Innrimel 3, Hvalfjarðarsveit, frá kl. 10:00-12:00.

Fimmtudagur, 29. janúar 2015

Félagsþjónusta Hvalfjarðarsveitar óskar eftir að ráða starfsmann í félagslegri heimaþjónustu. Um er að ræða tímavinnu sem snýr að almennum heimilisþrifum en verkefnin geta verið mjög einstaklingsbundin allt eftir þörfum þjónustuþega. Mikilvægt er að viðkomandi starfsmaður hafi áhuga og ánægju af mannlegum samskiptum. Æskilegt væri að viðkomandi hafi reynslu af því að starfa með fólki. Hægt er að nálgast atvinnuumsókn á heimasíðu Hvalfjarðarsveitar hér.

Þriðjudagur, 27. janúar 2015

Álagningu fasteignagjalda í Hvalfjarðarsveit fyrir árið 2015 er lokið. Álagningarseðlar fasteigna eru einungis sendir út til 67 ára og eldri og fyrirtækja.  Aðrir geta nálgast álagningarseðil sinn rafrænt á vefnum www.island.is

1. Velja skal efst til hægri á vefsíðunni: ,,Mínar síður“
2. Til að skrá sig inn skal nota annað hvort rafræn skilríki eða Íslykli.
3. Þegar komið er inn á ,,þína síðu" birtist pósthólf þar sem smellt er á „skjöl frá opinberum aðilum“ en þar birtist álagningarseðil 2015.

Þriðjudagur, 27. janúar 2015

Kvenfélagið Lilja vill þakka sveitungum fyrir frábærar móttökur við harðfisks- og hákarlssölu kvenfélagskvenna um síðustu helgi. Allur ágóði af sölunni rennur í Hjálparsjóð kvenfélagsins, en sá sjóður hefur það að markmiði að styðja fjárhagslega þær fjölskyldur og einstaklinga sem orðið hafa fyrir áföllum og þurfa á stuðningi að halda. Enn er hægt er að panta harðfisk hjá Heiðu í síma 893-8952, en hákarlinn er uppseldur.

Afhendur styrkur
Föstudagur, 23. janúar 2015

Hvalfjarðarsveit óskar eftir að ráða starfsmann í hlutastarf til að annast ræstingar o.fl. í Stjórnsýsluhúsi sveitarfélagsins.

Um er að ræða hlutastarf 1 dag í viku á skrifstofutíma. 

Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Æskilegt er að umsækjandi hafi áður unnið við sambærileg störf.

Umsóknareyðublað má nálgast á hér á vef sveitarfélagsins.

Umsóknafrestur er til og með 10. febrúar nk.

Föstudagur, 23. janúar 2015

Þriðjudaginn 27. janúar verður haldinn 189. fundur sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar. Fundurinn verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3, og hefst hann kl. 16:00. Hér er hægt að nálgast hann    

 

Pages