Allar fréttir

Föstudagur, 8. maí 2015

Hvalfjarðarsveit auglýsir eftir áhugasömum verktaka til að taka að sér umsjón með undirbúningi og framkvæmd Hvalfjarðardaga sem haldnir verða 28. – 30. ágúst 2015.

Hvalfjarðardagar eru hátíð sem sprottin er upp úr grasrótarstarfi ferðaþjónustuaðila í sveitarfélaginu. Undanfarin ár hafa sífellt fleiri aðilar í Hvalfjarðarsveit tekið þátt í verkefninu og má þar nefna einstaklinga og félagasamtök auk sveitarfélagsins.

Föstudagur, 8. maí 2015

195. fundur sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar verður haldinn þriðjudaginn 12. maí 2015 kl. 16:00 í Stjórnsýsluhúsinu að Innrimel 3.

Fimmtudagur, 7. maí 2015

Grænar áherslur á Grundartanga– í nýjum samstarfssamningi Faxaflóahafna sf. og Hvalfjarðarsveitar

Fulltrúar sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar og hafnarstjóri Faxaflóahafna sf. undirrituðu í dag samkomulag sem felur annars vegar í sér stefnuyfirlýsingu um „grænar áherslur í starfsemi, uppbyggingu, gatnagerð og frágang lóða á Grundartanga“ og hins vegar skýr ákvæði um sameiginleg markmið, samstarf og verkaskiptingu á athafna- og hafnarsvæðinu á Grundartanga.

Í samkomulaginu er meðal annars kveðið á um að

Miðvikudagur, 6. maí 2015

Sögu- og tónlistardagskrá frá stríðstíma Seinni Heimsstyrjaldarinnar
Sýnt verður í Hernámsetrinu í Hvalfirði, laugardaginn 16. maí kl.16:00.
Fram koma;
•         Guðrún Ásmundsdóttir, sögumaður
•         Alexandra Chernyshova, sópransönkona
•         Ásgeir Páll Ágústson, baritónsöngvari
•         Kjartan Valdemarsson, píanóleikari

Miðaverð á dagskránna er: 2.000kr

Á þessu ári verða 70 ár frá lokum Seinni Heimsstyrjaldarinnar. Meira en 70 milljónir manna dóu í þessu hræðilega stríði.

Mánudagur, 4. maí 2015

Nú eru liðin 70 ár frá stríðslokum seinni heimstyrjaldarinnar og að því tilefni viljum við á Hernámssetrinu að Hlöðum Hvalfjarðarströnd bjóða ykkur á Friðarhátíð að Hlöðum sunnudaginn 10. maí n.k. milli klukkan 14.00 og 16.00.

Á dagskránni verða stutt ræðuhöld og lifandi tónlist.
 Boðið verður upp á veitingar.


Við vonumst til að sem flestir sjái sér fært að mæta.


Kveðja Hernámssetrið að Hlöðum.

Miðvikudagur, 29. apríl 2015

Opinn kynningarfundur um umhverfismál og framleiðslu á Grundartanga. Á fundinum verða kynntar niðurstöður umhverfisvöktunar fyrir iðnaðarsvæðið á Grundartanga árið 2014. Fulltrúar Kratus, GMR, Norðuráls og Elkem flytja erindi um starfsemi og mengunarvarnir fyrirtækjanna.

Fundurinn verður haldinn hjá Norðuráli fimmtudaginn 30. apríl 2015 kl. 14.30 og er opinn öllu áhugafólki um umhverfið í nágrenni Grundartanga. 

Umhverfisvöktun Grundartanga 2014

Laugardagur, 25. apríl 2015

195. fundur sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar verður haldinn þriðjudaginn 28. apríl 2015 kl. 16:00 í Stjórnsýsluhúsinu að Innrimel 3.

Miðvikudagur, 22. apríl 2015
Fulltrúar Faxaflóahafna sf. og bandaríska iðnfyrirtækisins Silicor Materials Inc. 
undirrituðu í dag samninga  um lóð, lóðarleigu og afnot af höfn vegna 
fyrirhugaðrar sólarkísilverksmiðju á Grundartanga. 
 
Theresa Jester forstjóri og Gísli Gíslason hafnarstjóri undirrituðu fyrir hönd Silicor 
og Faxaflóahafna. 
 
Mikilvægt skref var stigiðí verkefninu í dag. Fjármögnunarsamningar þess eru á 
Miðvikudagur, 22. apríl 2015

Umhverfisnefnd Hvalfjarðarsveitar í samstarfi við Skógræktarfélag Skilmannahrepps býður til gönguferðar í skógræktinni við Fannahlíð á Degi umhverfisins þann 25. apríl nk. Gangan hefst klukkan 14.00 við bílastæðið við Félagsheimilið Fannahlíð og stendur í um það bil 1,5 klst. Fulltrúar frá Skógræktarfélaginu leiða gönguna og gæða hana ýmsum fróðleik um umhverfið og náttúruna. Gestir eru hvattir til að vera í góðum skóbúnaði og klæddir eftir veðri.

Þriðjudagur, 21. apríl 2015

Allir Hjartanlega velkomnir. Í matsal Heiðarskóla kl. 8:20

Pages