Allar fréttir

Föstudagur, 26. maí 2017

Linda Björk er rekstrarfræðingur og hefur frá árinu 2011 unnið í Landsbankanum á Akranesi, nú síðast sem viðskiptastjóri.  Þar áður var hún fjármálastjóri í Borgarbyggð og sveitarstjóri í Borgarfjarðarsveit.  Linda er gift Karvel L. Karvelssyni framkvæmdastjóra og eiga þau tvö börn, 19 og 24 ára og eitt barnabarn. Gert er ráð fyrir að Linda taki til starfa um miðjan júlímánuð nk.

Föstudagur, 19. maí 2017

242. fundur sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar verður haldinn þriðjudaginn 23. maí 2017 kl. 16:00 í Stjórnsýsluhúsinu að Innrimel 3,  Dagskrá fundarins má nálgast hér !

 

Föstudagur, 12. maí 2017
Skrifstofa Hvalfjarðarsveitar lokar kl. 12:00, föstudaginn 12. maí 2017, vegna námskeiðs starfsfólks.
 
Sveitarstjóri
 
Föstudagur, 12. maí 2017
Hvalfjarðarsveit bárust 19 umsóknir um starf skrifstofustjóra sem nýverið var auglýst laust til umsóknar. Umsóknarfrestur var til og með 5. maí sl. Þrír einstaklingar drógu umsóknir sínar til baka. Umsækjendur um starf skrifstofustjóra hjá Hvalfjarðarsveit eru:
 
Árni Þorsteinsson
Brynjar Sigurðsson
Börkur Ingvarsson
Föstudagur, 5. maí 2017

241. fundur sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar verður haldinn þriðjudaginn 9. maí 2017 kl. 16:00 í Stjórnsýsluhúsinu að Innrimel 3,  Dagskrá fundarins má nálgast hér !

Miðvikudagur, 3. maí 2017

Skraddaralýs, bútasaumsklúbbur í sveitinni, færði leikskólanum í gær 16 bútasaumsteppi ásamt nokkrum koddastykkjum að gjöf. Með gjöf sinni vilja þær sína Hvalfjarðarsveit þakklæti sitt  að fá afnot af félagsheimilinu Fannahlíð endurgjaldslaust. Við þökkum þeim kærlega fyrir frábæra og nytsamlega gjöf. Myndir frá afhendingu má sjá á myndasíðu skólans. 

Þriðjudagur, 2. maí 2017

Hvalfjarðarsveit auglýsir Vinnuskóla Hvalfjarðarsveitar sumarið 2017 fyrir unglinga á aldrinum 14-18 ára. Vinnuskólinn verður 7 tíma á dag fjóra daga vikunnar.

  • 8. bekkur        6. júní til 29. júní
  • 9. bekkur         6. júní til 10. ágúst
  • 10. bekkur       6. júní til 10. ágúst.
  • Ungmenni 16 til 18 ára, 6. júní til 15. ágúst.

Vinnuskólinn verður lokaður frá miðvikudeginum 2. ágúst til þriðjudagsins 8. ágúst.

Umsóknarfrestur er til og með 15. maí nk.

Umsóknareyðublöð eru aðgengileg á vef Hvalfjarðarsveitar,

Miðvikudagur, 26. apríl 2017

Á fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar þann 25. apríl sl. var samþykkt að ráða Eyrúnu Jónu Reynisdóttur í stöðu skólastjóra leikskólasviðs Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar, Skýjaborg, frá og með 1. ágúst 2017 og Sigríði Láru Guðmundsdóttur í stöðu skólastjóra grunnskólasviðs Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar, Heiðarskóla, frá og með 1. ágúst 2017.

 

Hvalfjarðarsveit 26. apríl 2017
Skúli Þórðarson, sveitastjóri.

Þriðjudagur, 25. apríl 2017

Melahverfi 2, íbúðarhúsalóðir við Háamel.

Svæðið sem nú er úthlutað úr, er fyrsti áfangi að nýrri byggð sunnan Melahverfis.

Lóðirnar eru fyrir eftirfarandi byggingargerðir:

·         Einbýlishús á einni hæð, neðan götu: nr. 2, 4, 6 og 8

·         Parhús tveggja hæða, ofan götu: nr. 3, 5, 7, 9, 11 og 13

·         Parhús einni hæð, neðan götu: nr. 10, 12, 14 og 16

·         Fjölbýlishús, 8 íbúðir á tveimur hæðum: nr. 1 (Þegar úthlutuð)

 

Pages