Allar fréttir

Föstudagur, 21. ágúst 2015

202. fundur sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar verður haldinn miðvikudaginn 25. ágúst 2015 kl. 16:00 í Stjórnsýsluhúsinu að Innrimel 3. Dagskrá fundarins má nálgast hér !

Mánudagur, 17. ágúst 2015

Notendur ljósleiðara í Hvalfjarðarsveit sem greiða mánaðargjald til sveitarfélagsins fyrir aðgang að ljósleiðarakerfinu, er bent á að með þeirri greiðslu eru þeir að greiða svokallað „línugjald“ sem þjónustuaðilar innheimtu áður, þegar þjónusta var veitt í gegn um línukerfi þeirra.

Fimmtudagur, 13. ágúst 2015

Upplýsingabæklingur eldri borgara er nú aðgengilegur á heimasíðu Hvalfjarðarsveitar, hægt er að nálgast hann hér.

Opið hús mun vera á sínum stað í Fannahlíð þriðja miðvikudag í mánuði og er fyrsta Opna húsið miðvikudaginn 16.september kl.16.  Í vetur verður þeim sem eru 60-67 ára einnig boðið að taka þátt í Opna húsinu með okkur.

Þriðjudagur, 11. ágúst 2015

Óskað er eftir einstaklingum til að sjá um félagsstarf fyrir eldri borgara í Hvalfjarðarsveit frá september til og með maí.  Félagsstarfið sem um ræðir er svokallað Opið hús í Fannahlíð sem er haldið þriðja miðvikudag í hverjum mánuði frá kl. 16-18.

Föstudagur, 7. ágúst 2015

201. fundur sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar verður haldinn miðvikudaginn 11. ágúst 2015 kl. 16:00 í Stjórnsýsluhúsinu að Innrimel 3. Dagskrá fundarins má nálgast hér !

Föstudagur, 17. júlí 2015

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti þann 15. júlí 2015 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðar Norðuráls hf. á Grundartanga frá 1997 samkvæmt 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst fyrst og fremst í því að uppfæra upplýsingar á deiliskipulagsuppdrætti í samræmi við þau mannvirki og þá starfsemi sem fram fer á svæðinu en töluverðar breytingar hafa orðið á mannvirkjum frá því sem fram kemur á gildandi deiliskipulagi frá árinu 1997. Samhliða þessari breytingu á deiliskipulagi verður sótt um starfsleyfi fyrir 350.000 tonna ársframleiðslu.

Fimmtudagur, 16. júlí 2015

Skrifstofa Hvalfjarðarsveitar verður lokuð vegna sumarleyfa starfsfólks frá og með 20. júlí til og með 3. ágúst nk.
Í neyðartilvikum má hafa samband við sveitarstjóra í síma 864-4806 eða oddvita í síma 896-9925.

Hvalfjarðarsveit 16. júlí 2015
Skúli Þórðarson, sveitarstjóri.
 

Mánudagur, 13. júlí 2015

200. fundur sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar verður haldinn miðvikudaginn 15. júlí 2015 kl. 16:00 í Stjórnsýsluhúsinu að Innrimel 3. Dagskrá fundarins má nálgast hér !

Mánudagur, 13. júlí 2015

Lumar þú á góðri hugmynd? Jafnvel skemmtilegum hlutum til að sýna? Hefur þú tök á að bjóða fólki heim? Langar þig að taka þátt í skemmtilegum viðburði?

Óskað er eftir samstarfi við einstaklinga, félagasamtök og fyrirtæki í Hvalfjarðarsveit fyrir sumarhátíðina Hvalfjarðardagar, sem haldin verður dagana 28. - 30. ágúst.
Stefnt er að því að sveitin okkar verði iðandi af mannlífi og að fjölbreyttir viðburðir verði í boði  þessa daga. Til þess að svo geti orðið þurfum við á aðstoð íbúanna að halda.

Mánudagur, 6. júlí 2015

Við Skýjaborg vantar til starfa fyrir næsta skólaár deildarstjóra og leikskólakennara

Pages