Allar fréttir

Miðvikudagur, 3. desember 2014
Við Heiðarskóla vantar til starfa frá 1. janúar 2015:
Almennur starfsmaður Heiðarskóla. Auglýst er eftir starfsmanni í almenn störf í þrifum í 50% starfshlutfall
Laun samkv. viðkomandi stéttarfélagi
Miðvikudagur, 3. desember 2014
Skógræktarfélag Skilmannahrepps býður íbúum í Hvalfjarðarsveit að koma og kaupa jólatré á skógræktarsvæði félagsins við Furuhlíð. 
Verið velkomin í skóginn helgina 13. og 14. desember nk.   Kl. 11 -16.00.  Menn mega velja sér tré í skóginum í samráði við félagsmenn, sem verða á staðnum til að aðstoða.  Aðallega er um að ræða sitkagreni. Lítið er til af góðum furutrjám. Reiknað er með að menn sagi sjálfir upp sitt tré. (hafið sögina með). Einnig má taka tré með hnaus, en þá þarf að hafa rúmgott farartæki og góða skóflu. 
Mánudagur, 1. desember 2014

Síðastliðinn föstudag var undirriðuð viljayfirlýsing um stofnun samstarfsvettvangs á Grundartanga, sjá meðfylgjandi myndir sem voru teknar þá.

 

sunnudagur, 30. nóvember 2014
1. sunnudagur í aðventu - upphaf nýs kirkjuárs
 
Guðþjónusta verður í
Hallgrímskirkju í Saurbæ
sunnudaginn 30. nóv. kl. 14.00.
 
Kór Saurbæjarprestakalls syngur undir stjórn Zsuzsönnu Budai.
 
Allir velkomnir.
 
Sóknarprestur
 
Fimmtudagur, 27. nóvember 2014

Kæru sveitungar í Hvalfjarðarsveit.
Stjórn Tónlistarfélags Hvalfjarðarsveitar heldur ótrauð áfram að stefna að því að reyna að kynda undir áhuga og samstöðu um tónlistarlíf og tónlistarflutning innansveitar. Á stjórnarfundi á dögunum var samþykkt að stefna áfram að tónlistardegi eða einskonar tónlistarhátíð á vordögum undir heitinu „Tónlistarvor í Hvalfjarðarsveit.“ Til þess að hægt verði að koma því í framkvæmd þurfum við að finna fyrir stuðningi samfélagsins og biðlum því til ykkar sem hafa áhuga á að starfa með okkur að skrá ykkur í félagið.

Miðvikudagur, 19. nóvember 2014

Miðvikudaginn 19 nóvember 16:00-18:00 verður opið hús  í Fannahlíð fyrir eldri borgara í Hvalfjarðarsveit. M.a.  segir Þórdís Þórisdóttir frá leikskólastarfi í Hvalfjarðarsveit., frásagnir af mannlífinu í Hvalfjarðarssveit , lestur ljóða og fleira .   Vonumst til þess að sjá sem flesta.

Fimmtudagur, 13. nóvember 2014

Fimmtudaginn 13. nóvember nk. verður lögbundin hundahreinsun í Hvalfjarðarsveit. Hreinsunin fer fram að Skipanesi á milli kl. 17:00 – 19:00.Samkvæmt 15. kafla hollustuháttareglugerðar nr. 941/2002, er hunda- og kattaeigendum skylt að láta ormahreinsa dýrið árlega. Skylt er að ormahreinsa alla hunda og ketti 4 mánaða og eldri, og nýgotnar tíkur. Skulu 3-4 vikna hvolpar spóluormahreinsaðir sérstaklega samkvæmt leiðbeiningum dýralæknis.  Gunnar Gauti Gunnarsson, dýralæknir Borgarfjarðar- og Mýrasýslu,  annast hreinsunina.

sunnudagur, 2. nóvember 2014

Allra heilagra messa sunnudaginn 2. nóvember kl. 11.00 í Innra-Hólmskirkju. Sr. Gunnar Björnsson prédikar en sóknarpresturinn, sr. Kristinn JensSigurþórsson þjónar fyrir altari. Að messu lokinni verður hressing í safnaðarheimilinu. Allir hjartanlega velkomnir. Sóknarprestur

Saurbæjarkirkja í Hvalfirði
Fimmtudagur, 30. október 2014

Á fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar  þann 14. október sl. var samþykkt að fela fræðslu- og skólanefnd að vinna að mótun stefnu í íþrótta- æskulýðs- og tómstundamálum fyrir sveitarfélagið.
Nefndin hefur þegar hafið vinnu við verkefnið en stefnt er að ljúki því eigi síðar en 1. febrúar nk.

Miðvikudagur, 26. mars 2014

Fyrirkomulag ljósleiðaratenginga í Hvalfjarðarsveit. Á fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar þann 25. mars var samþykkt að taka upp fyrri ákvörðun sveitarstjórnar  frá 23. apríl 2013 varðandi fyrirkomulag ljósleiðaratenginga í Hvalfjarðarsveit og rýmka skilyrði fyrir tengingum vegna íbúðarhúsa.

Fyrirkomulag ljósleiðaratenginga í Hvalfjarðarsveit skal vera þannig:

Rýmkuð skilyrði ljósleiðaratenginga

Pages