Allar fréttir

Föstudagur, 20. mars 2015

Þriðjudaginn 24. mars verður haldinn 193. fundur sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar. Fundurinn verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3, og hefst hann kl.

Föstudagur, 20. mars 2015

Síðastliðnar vikur hafa skrifstofu Hvalfjarðarsveitar ítrekað borist kvartanir vegna lausagöngu hunda í Melahverfi og hafa lausir hundar valdið öðrum íbúum hræðslu og ónæði. Einnig hefur verið kvartað undan því að hundaeigendur hreinsi ekki upp eftir hunda sína og er því full þörf að benda hundaeigendum í Melahverfi á að lausaganga hunda í þéttbýli er bönnuð samkvæmt Samþykkt um hundahald í Hvalfjarðarsveit.

Miðvikudagur, 18. mars 2015

Hvalfjarðarsveit óskar eftir að ráða í eeftirfarandi sumarstörf sumarið 2015:     -Umsjónarmaður vinnuskóla. Um er að ræða starf frá 20. maí til 20. ágúst. Umsækjendur skulu vera 25 ára eða eldri.            -Flokkstjóra vinnuskóla. Um er að ræða störf frá 1. júní til 15. ágúst. Umsækjendur skulu vera 20 ára eða eldri.

Umsóknarfrestur er til og með 8. apríl nk.

Umsóknareyðublöð eru aðgengileg á vef Hvalfjarðarsveitar og upplýsingar um störfin gefur skipulags- og umhverfisfulltrúi ( skipulag@hvalfjardarsveit.is )

Föstudagur, 13. mars 2015

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi standa fyrir kynningarfundum um Sóknaráætlun Vesturlands. Fundirnir fara fram á Akranesi, Búðardal, Grundarfirði og Borgarnesi. Á fundunum verður kynnt ný Sóknaráætlun Vesturlands. Í tengslum við sóknaráætlun þarf að móta framtíðarsýn fyrir Vesturland, skilgreina átaksverkefni og stofna Uppbyggingarsjóð Vesturlands. Sjóðurinn mun úthluta styrkjum til nýsköpunar í atvinnulífi og menningarmála og kemur í stað Vaxtarsamnings Vesturlands og Menningarsamnings Vesturlands. Allir velkomnir.

Miðvikudagur, 11. mars 2015

Dagana 20. – 24. febrúar sl. vann Ræktunarsamband Flóa- og Skeiða að borun hitastigulshola í landi Kalastaðakots á vegum Hvalfjarðarsveitar. Samkvæmt niðurstöðum Jarðfræðistofu Hauks Jóhannessonar ehf. leiddu boranirnar það í ljós að hitastigull er lágur sem bendir ekki til nálægðar við heitt vatnskerfi og að ekki sé að búast við heitt vatn náist með borun í landi Kalastaðakots né í næsta nágrenni.

Föstudagur, 6. mars 2015

192. fundur sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar verður haldinn þriðjudaginn 10. mars 2015 kl. 16:00 í stjórnsýsluhúsinu að Innrimel 3. Dagskrá fundarins má nálgast hér.

Miðvikudagur, 4. mars 2015

Að gefnu tilefni vill undirritaður koma því á framfæri að sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar tók þá ákvörðun í desembermánuði sl. að lækka álagningu fasteignaskatts á A-hluta fasteigna í sveitarfélaginu á árinu 2015 frá því sem var á árinu 2014. Allt íbúðarhúsnæði, útihús í sveitum, hlunnindi, sumarhús o.fl. falla undir A-hluta fasteigna þar sem álagningarhlutfall fasteignaskatts var lækkað úr 0,47% af fasteignamati umræddra eigna í 0,44% af fasteignamati. Álagningarhlutfall fasteignaskatts á B- og C- hluta fasteigna er óbreytt frá árinu 2014.

Þriðjudagur, 24. febrúar 2015
Fræðslu- og skólanefnd boðar til íbúaþings vegna stefnumótunarvinnu í íþrótta-
og frístundamálum í Hvalfjarðarsveit, laugardaginn 7. mars 2015
kl. 10.30-14.00 í Heiðarskóla. Húsið opnar kl. 10.15.
Boðið verður upp á súpu og brauð í hádeginu.
 
Tilgangur íbúaþingsins er að fá fram sjónarmið og hugmyndir íbúa varðandi íþrótta- og frístundamál í sveitarfélaginu en unnið er að stefnumótun í málaflokknum.
 
Á íbúaþinginu munum við m.a. leitast við að svara 
spurningum sem þessum:
Föstudagur, 20. febrúar 2015

Þriðjudaginn 24. febrúar verður haldinn 191. fundur sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar. Fundurinn verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3, og hefst hann kl.

Föstudagur, 20. febrúar 2015

Um er að ræða hlutastarf 1 dag í viku á skrifstofutíma. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem

Pages