Allar fréttir

Miðvikudagur, 20. maí 2015

Raforkunotendur Hvalfirði og Svínadal rafmagnslaust verður aðfaranótt föstudagsins 22 maí frá miðnætti til 04.00 vegna vinnu við dreifikerfið. Rarik biðst velvirðingar á óþægindum sen af þessu stafa. Bilanasími 5289390

bilanavakt.vesturlandi@rarik.is

Mánudagur, 18. maí 2015

Skrifstofa Hvalfjarðarsveitar verður lokuð á morgun 19. maí fram til hádegis og svo líka allan föstudaginn 22. maí n.k. vegna námskeiða starfsfólks.

Föstudagur, 15. maí 2015

Eins og flestum er kunnugt um, er lokið lagningu ljósleiðara í sveitarfélaginu. Næstu vikur fer fram lokaúttekt á verkinu og verið að fara yfir og lagfæra frágang á lagningu hans samkvæmt innkomnum upplýsingum um framkomna ágalla á verkinu.

Því viljum við með bréfi þessu fara fram á við íbúa sveitarfélagsins og aðra, að skoða vel frágang á lagningu ljósleiðarans í landi og umhverfi ykkar, ef þið teljið að eitthvað sé ábótavant hjá ykkur.

Þriðjudagur, 12. maí 2015

Á Uppstignignardag, þann 14. maí nk. Býður kvenfélagið Lilja í Hvalfjarðarsveit öllum íbúum Hvalfjarðarsveitar sem eru 67 ára og eldri, sem og burtfluttum íbúum til vorfangnaðar kl. 14.00 í félagsheimilinu Fannahlíð.

Kvenfélagskonur vonast til að sjá sem flesta. 

Föstudagur, 8. maí 2015

Hvalfjarðarsveit auglýsir eftir áhugasömum verktaka til að taka að sér umsjón með undirbúningi og framkvæmd Hvalfjarðardaga sem haldnir verða 28. – 30. ágúst 2015.

Hvalfjarðardagar eru hátíð sem sprottin er upp úr grasrótarstarfi ferðaþjónustuaðila í sveitarfélaginu. Undanfarin ár hafa sífellt fleiri aðilar í Hvalfjarðarsveit tekið þátt í verkefninu og má þar nefna einstaklinga og félagasamtök auk sveitarfélagsins.

Föstudagur, 8. maí 2015

195. fundur sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar verður haldinn þriðjudaginn 12. maí 2015 kl. 16:00 í Stjórnsýsluhúsinu að Innrimel 3.

Fimmtudagur, 7. maí 2015

Grænar áherslur á Grundartanga– í nýjum samstarfssamningi Faxaflóahafna sf. og Hvalfjarðarsveitar

Fulltrúar sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar og hafnarstjóri Faxaflóahafna sf. undirrituðu í dag samkomulag sem felur annars vegar í sér stefnuyfirlýsingu um „grænar áherslur í starfsemi, uppbyggingu, gatnagerð og frágang lóða á Grundartanga“ og hins vegar skýr ákvæði um sameiginleg markmið, samstarf og verkaskiptingu á athafna- og hafnarsvæðinu á Grundartanga.

Í samkomulaginu er meðal annars kveðið á um að

Miðvikudagur, 6. maí 2015

Sögu- og tónlistardagskrá frá stríðstíma Seinni Heimsstyrjaldarinnar
Sýnt verður í Hernámsetrinu í Hvalfirði, laugardaginn 16. maí kl.16:00.
Fram koma;
•         Guðrún Ásmundsdóttir, sögumaður
•         Alexandra Chernyshova, sópransönkona
•         Ásgeir Páll Ágústson, baritónsöngvari
•         Kjartan Valdemarsson, píanóleikari

Miðaverð á dagskránna er: 2.000kr

Á þessu ári verða 70 ár frá lokum Seinni Heimsstyrjaldarinnar. Meira en 70 milljónir manna dóu í þessu hræðilega stríði.

Mánudagur, 4. maí 2015

Nú eru liðin 70 ár frá stríðslokum seinni heimstyrjaldarinnar og að því tilefni viljum við á Hernámssetrinu að Hlöðum Hvalfjarðarströnd bjóða ykkur á Friðarhátíð að Hlöðum sunnudaginn 10. maí n.k. milli klukkan 14.00 og 16.00.

Á dagskránni verða stutt ræðuhöld og lifandi tónlist.
 Boðið verður upp á veitingar.


Við vonumst til að sem flestir sjái sér fært að mæta.


Kveðja Hernámssetrið að Hlöðum.

Miðvikudagur, 29. apríl 2015

Opinn kynningarfundur um umhverfismál og framleiðslu á Grundartanga. Á fundinum verða kynntar niðurstöður umhverfisvöktunar fyrir iðnaðarsvæðið á Grundartanga árið 2014. Fulltrúar Kratus, GMR, Norðuráls og Elkem flytja erindi um starfsemi og mengunarvarnir fyrirtækjanna.

Fundurinn verður haldinn hjá Norðuráli fimmtudaginn 30. apríl 2015 kl. 14.30 og er opinn öllu áhugafólki um umhverfið í nágrenni Grundartanga. 

Umhverfisvöktun Grundartanga 2014

Pages