Allar fréttir

Mánudagur, 13. júlí 2015

200. fundur sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar verður haldinn miðvikudaginn 15. júlí 2015 kl. 16:00 í Stjórnsýsluhúsinu að Innrimel 3. Dagskrá fundarins má nálgast hér !

Mánudagur, 13. júlí 2015

Lumar þú á góðri hugmynd? Jafnvel skemmtilegum hlutum til að sýna? Hefur þú tök á að bjóða fólki heim? Langar þig að taka þátt í skemmtilegum viðburði?

Óskað er eftir samstarfi við einstaklinga, félagasamtök og fyrirtæki í Hvalfjarðarsveit fyrir sumarhátíðina Hvalfjarðardagar, sem haldin verður dagana 28. - 30. ágúst.
Stefnt er að því að sveitin okkar verði iðandi af mannlífi og að fjölbreyttir viðburðir verði í boði  þessa daga. Til þess að svo geti orðið þurfum við á aðstoð íbúanna að halda.

Mánudagur, 6. júlí 2015

Við Skýjaborg vantar til starfa fyrir næsta skólaár deildarstjóra og leikskólakennara

Þriðjudagur, 30. júní 2015

Fimmtudagskvöldið 25. júní sl. var plantað út um 300 birkiplöntum í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna og að liðin væru 35 ár frá kjöri Vigdísar Finnbogadóttur í embætti forseta Íslands.  Birkiplönturnar sem plantað var út eru jafnmargar kvenkynsíbúum sveitarfélagsins. Útplöntunin gekk með eindæmum vel en rúmlega tuttugu manns tóku þátt í útplöntunni. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir sem ljósmyndari Skessuhornsins tók.

Gróðursetning við Heiðarskóla
Föstudagur, 26. júní 2015

 

Öryggismyndavélar hafa verið settar upp á vegum sveitarfélagsins á nokkrum stofnunum sveitarfélagsins.

Þrjár vélar eru staðsettar utan á stjórnsýsluhúsinu að Innrimel 3, en þær hafa 360 gráðu sjónarhorn hver.

Tvær vélar eru staðsettar utan á leikskólanum Skýjaborg, sem einnig hafa 360 gráðu sjónarhorn hvor.

Ein vél er staðsett utan á íþróttamiðstöðinni Heiðarborg og er hún stefnuvirk og sýnir aðkeyrsluna að húsnæðinu og sparkvöllinn.

Fimmtudagur, 18. júní 2015

Í tilefni 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna hefur sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkt að gefa starfsfólki sveitarfélagsins frí þann 19. júní nk.
Skrifstofa sveitarfélagsins verður því lokuð föstudaginn 19. júní nk.

Skúli Þórðarson, sveitarstjóri.
 

Fimmtudagur, 18. júní 2015

199. fundur sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar verður haldinn þriðjudaginn 23. júní 2015 kl. 16:00 í Stjórnsýsluhúsinu að Innrimel 3. Dagskrá fundarins má nálgast hér !

Þriðjudagur, 16. júní 2015

Í tilefni 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna og að liðin eru 35 ár frá  kjöri Vigdísar Finnbogadóttur í embætti forseta Íslands fyrst kvenna,  samþykkti sveitarstjórn að kaupa 297 birkiplöntur til gróðursetningar. Birkiplönturnar eru jafnmargar kvenkyns íbúum sveitarfélagsins. Stefnt að gróðursetningu þeirra 25. júní nk. á lóð Heiðarskóla í  samvinnu við Skógræktarfélag Skilmannahrepps.

Sveitarstjórn hvetur íbúa Hvalfjarðarsveitar til að mæta fimmtudaginn 25. júní nk. kl. 19.30 í Heiðarskóla og taka þátt í útplöntuninni. Gott er ef íbúar hafa með sér stunguskóflu til verksins

Þriðjudagur, 16. júní 2015

Hátíðardagskrá í Heiðarskóla frá kl. 12:00-14:30: Skrúðganga, Ræðumaður dagsins Einar S . Sigurðsson, Fjallkona, Hátíðarsöngur í höndum kirkjukórsins, kvenfélagið Lilja sér um kaffiveitingar, andlitsmálun, töframaðurinn Einar einstaki, spurningarkeppni fyrir börn og hoppukastalar.

Messað verður í Leirárkirkju kl. 11:00

Mánudagur, 15. júní 2015

Undanfarnar vikur hafa sjálfboðaliðar á vegum Umhverfisstofnunar unnið að umbótum við göngustíga inn að Glym. Verkefnið er styrkt af Framkvæmdasjóði ferðamálastaða. Ágætu íbúar í Hvalfjarðarsveit endilega gerið ykkur ferð til að kíkja á verkið, sjón er sögu ríkari.
Meðfylgjandi mynd sýnir sjálfboðaliðana við störf sín.

Pages