Allar fréttir

Miðvikudagur, 4. mars 2015

Að gefnu tilefni vill undirritaður koma því á framfæri að sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar tók þá ákvörðun í desembermánuði sl. að lækka álagningu fasteignaskatts á A-hluta fasteigna í sveitarfélaginu á árinu 2015 frá því sem var á árinu 2014. Allt íbúðarhúsnæði, útihús í sveitum, hlunnindi, sumarhús o.fl. falla undir A-hluta fasteigna þar sem álagningarhlutfall fasteignaskatts var lækkað úr 0,47% af fasteignamati umræddra eigna í 0,44% af fasteignamati. Álagningarhlutfall fasteignaskatts á B- og C- hluta fasteigna er óbreytt frá árinu 2014.

Þriðjudagur, 24. febrúar 2015
Fræðslu- og skólanefnd boðar til íbúaþings vegna stefnumótunarvinnu í íþrótta-
og frístundamálum í Hvalfjarðarsveit, laugardaginn 7. mars 2015
kl. 10.30-14.00 í Heiðarskóla. Húsið opnar kl. 10.15.
Boðið verður upp á súpu og brauð í hádeginu.
 
Tilgangur íbúaþingsins er að fá fram sjónarmið og hugmyndir íbúa varðandi íþrótta- og frístundamál í sveitarfélaginu en unnið er að stefnumótun í málaflokknum.
 
Á íbúaþinginu munum við m.a. leitast við að svara 
spurningum sem þessum:
Föstudagur, 20. febrúar 2015

Þriðjudaginn 24. febrúar verður haldinn 191. fundur sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar. Fundurinn verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3, og hefst hann kl.

Föstudagur, 20. febrúar 2015

Um er að ræða hlutastarf 1 dag í viku á skrifstofutíma. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem

Miðvikudagur, 18. febrúar 2015

Í dag komu hressir krakkar í heimsókn til okkar í stjórnsýsluhúsið og sungu fyrir okkur. Sjá myndir.

Mánudagur, 9. febrúar 2015
Þann 11. febrúar ár hvert er 112 dagurinn haldinn. Á Akranesi verður opið hús hjá Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar frá kl. 14-18. Fróðleg og skemmtileg dagskrá er í boði, meðal annars kynning á starfi Slökkviliðisins og Björgunarfélags Akraness.  Lögreglan og sjúkraflutningsmenn verða á staðnum sem og einnig Rauði Krossinn sem mun kynna þjálfun í skyndihjálp.
 
Mánudagur, 9. febrúar 2015

Sorphirðudagatal fyrir árið 2015 er komið á vef Hvalfjarðarsveitar. Sjá nánar hér.

Föstudagur, 6. febrúar 2015

Þriðjudaginn 27. janúar verður haldinn 189. fundur sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar. Fundurinn verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3, og hefst hann kl.

Föstudagur, 6. febrúar 2015

Frá Leikskólanum Skýjaborg: Í dag er dagur leikskólans haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins til að halda upp á það að þann 6. febrúar 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Á degi leikskólans er vakin sérstök athygli á því góða starfi sem unnið er í leikskólum og hvatt til jákvæðrar umræðu um leikskólann. Í Skýjaborg höldum við upp á daginn með því að opna sýningu á vinnu barnanna í stjórnsýsluhúsi Hvalfjarðarsveitar.

Föstudagur, 30. janúar 2015

Mánudaginn 2. febrúar mun oddviti Hvalfjarðarsveitar vera með viðveru að Innrimel 3, Hvalfjarðarsveit, frá kl. 10:00-12:00.

Pages