Allar fréttir

Föstudagur, 5. júní 2015

198. fundur sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar verður haldinn þriðjudaginn 9. júní 2015 kl. 16:00 í Stjórnsýsluhúsinu að Innrimel 3. Dagskrá fundarins má nálgast hér.

Þriðjudagur, 2. júní 2015

Við Skýjaborg vantar til starfa fyrir næsta skólár  ·    Leikskólakennara. Umsækjandi um kennarastarf þarf að hafa kennsluréttindi, góða skipulagshæfileika og mikla hæfni í mannlegum samskiptum. Leikskólinn  leggur áherslu á lýðræði og opinn efnivið. Í leikskólanum dvelja um 40 börn á aldrinum 1-6 ára.

Föstudagur, 22. maí 2015

Eins og auglýst hefur verið munu vorhreinsunargámar verða staðsettir í Melahverfi, Hlíðarbæ og í Krosslandi þetta vorið eins og undanfarin ár. Gámar í Melahverfi og Hlíðarbæ munu koma á svæðið í dag 21. maí og verða staðsettir þar til 4. júni. Vegna framkvæmda við planið þar sem gámar verða staðsettir í Krosslandi munu gámar á því svæði ekki koma á svæðið fyrr en þriðjudaginn 26. maí og verða staðsettir þar til 9. júni. 

Fimmtudagur, 21. maí 2015

Hvalfjarðarsveit óskar eftir að ráða þrjá starfsmenn til að annast umsjón með sumaropnun sundlaugarinnar að Hlöðum 2015. Tímabil: frá og með 12. júní til og með 30. ágúst.

Lýsing á starfinu: Starfið felur í sér allan daglegan rekstur, t.d. öryggisgæslu á útisvæði sundlaugar og í búningsklefum, þrif á búningsklefum og öðru húsnæði sundlaugar, uppgjör, eftirlit með hreinlæti og búnaði og þjónustu við gesti sundlaugarinnar.

Fimmtudagur, 21. maí 2015

197. fundur sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar verður haldinn þriðjudaginn 26. maí 2015 kl. 16:00 í Stjórnsýsluhúsinu að Innrimel 3.

Miðvikudagur, 20. maí 2015

Raforkunotendur Hvalfirði og Svínadal rafmagnslaust verður aðfaranótt föstudagsins 22 maí frá miðnætti til 04.00 vegna vinnu við dreifikerfið. Rarik biðst velvirðingar á óþægindum sen af þessu stafa. Bilanasími 5289390

bilanavakt.vesturlandi@rarik.is

Mánudagur, 18. maí 2015

Skrifstofa Hvalfjarðarsveitar verður lokuð á morgun 19. maí fram til hádegis og svo líka allan föstudaginn 22. maí n.k. vegna námskeiða starfsfólks.

Föstudagur, 15. maí 2015

Eins og flestum er kunnugt um, er lokið lagningu ljósleiðara í sveitarfélaginu. Næstu vikur fer fram lokaúttekt á verkinu og verið að fara yfir og lagfæra frágang á lagningu hans samkvæmt innkomnum upplýsingum um framkomna ágalla á verkinu.

Því viljum við með bréfi þessu fara fram á við íbúa sveitarfélagsins og aðra, að skoða vel frágang á lagningu ljósleiðarans í landi og umhverfi ykkar, ef þið teljið að eitthvað sé ábótavant hjá ykkur.

Þriðjudagur, 12. maí 2015

Á Uppstignignardag, þann 14. maí nk. Býður kvenfélagið Lilja í Hvalfjarðarsveit öllum íbúum Hvalfjarðarsveitar sem eru 67 ára og eldri, sem og burtfluttum íbúum til vorfangnaðar kl. 14.00 í félagsheimilinu Fannahlíð.

Kvenfélagskonur vonast til að sjá sem flesta. 

Föstudagur, 8. maí 2015

Hvalfjarðarsveit auglýsir eftir áhugasömum verktaka til að taka að sér umsjón með undirbúningi og framkvæmd Hvalfjarðardaga sem haldnir verða 28. – 30. ágúst 2015.

Hvalfjarðardagar eru hátíð sem sprottin er upp úr grasrótarstarfi ferðaþjónustuaðila í sveitarfélaginu. Undanfarin ár hafa sífellt fleiri aðilar í Hvalfjarðarsveit tekið þátt í verkefninu og má þar nefna einstaklinga og félagasamtök auk sveitarfélagsins.

Pages