Allar fréttir

Mánudagur, 22. febrúar 2016

Skila þarf inn umsóknum fyrir Afrekssjóð fyrir 28. febrúar næstkomandi. 

a)      Afreksstyrkir eru ætlaðir til þess að styðja við bakið á afreksfólki sem á lögheimili í Hvalfjarðarsveit. 

b)      Umsækjandi þarf að hafa skarað fram úr og/eða hafa fengið viðurkenningu fyrir störf/afrek sín á sviði íþrótta.

c)      Afrekssjóður veitir styrki vegna þátttöku í fjölþjóðlegum mótum, sýningum erlendis og ferðastyrk vegna íþrótta.

Föstudagur, 19. febrúar 2016

214. fundur sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar verður haldinn þriðjudaginn 23. febrúar 2016 kl. 16:00 í Stjórnsýsluhúsinu að Innrimel 3,  Dagskrá fundarins má nálgast hér !

Föstudagur, 12. febrúar 2016

Álagningu fasteignagjalda í Hvalfjarðarsveit fyrir árið 2016 er lokið.

Álagningarseðlar fasteigna eru einungis sendir út til 69 ára og eldri og fyrirtækja.  Aðrir geta nálgast álagningarseðil sinn rafrænt á vefnum www.island.is

1. Velja skal efst til hægri á vefsíðunni: ,,Mínar síður“
2. Til að skrá sig inn skal nota annað hvort rafræn skilríki eða Íslykli.
3. Þegar komið er inn á ,,þína síðu" birtist pósthólf þar sem smellt er á „skjöl frá opinberum aðilum“ en þar birtist álagningarseðil 2016.

Föstudagur, 12. febrúar 2016

Á fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar þann 15. desember sl. vour eftirfarandi viðmiðunarreglur um snjómokstur samþykktar sjá hér !

Sveitarstjóri

Mánudagur, 8. febrúar 2016

Opið hús fyrir eldri borgara í Fannahlíð, miðvikudaginn 17. febrúar kl. 16:00 - 18:00

Smári Vífilsson syngur nokkur lög.  Anton Ottesen les upp.  Geir Guðlaugsson spilar á harmonikku.   Fjöldasöngur.  Þorramatur  kr. 1.800-
Vinsamlega pantið miða hjá Sigrúnu í síma 433-8500  fyrir 12. febrúar.

Hvetjum ykkur til að mæta og eiga saman notalega stund
Ása Helgadóttir og Margrét Magnúsdóttir

Föstudagur, 5. febrúar 2016

Starfsmenn SSV bjóða upp á viðtalstíma á neðangreindum stöðum þar sem veittar verða upplýsingar um gerð umsókna í Uppbyggingarsjóð Vesturlands.

Mánudagur 8. febrúar         Akranes og Hvalfjarðarsveit

                Kl.10:00-12:00                   Ráðhúsið, Innrimel 3, Hvalfjarðarsveit

                Kl.14:00-16:00                   Bæjarskrifstofan, Stilliholti 16-18, Akranesi

Miðvikudagur 10. febrúar   Búðardalur og Borgarnes

Föstudagur, 5. febrúar 2016

213. fundur sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar verður haldinn þriðjudaginn 9. febrúar 2016 kl.

Þriðjudagur, 2. febrúar 2016

Veittir verða styrkir í eftirfarandi verkefni: 1) Styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar 2) Verkefnastyrkir á sviði menningar 3) Stofn- og rekstrarstyrkir menningarmála.

Styrkir til menningarmála er úthlutað einusinni á ári (2 og 3). Upplýsingar veitir Elísabet Haraldsdóttir í síma 433-2312 eða 892-5290, netfang: menning@vesturland.is 

Mánudagur, 1. febrúar 2016

Félagsþjónusta Hvalfjarðarsveitar auglýsir eftir fjölskyldu í Hvalfjarðarsveit, Akranesi eða Borgarnesi sem er tilbúin að gerast stuðningsfjölskylda fyrir barn tvo sólarhringa á mánuði gegn ákveðnu gjaldi.  Hlutverk stuðningsfjölskyldu er að hafa barnið hjá sér í umsaminn tíma á  mánuði og láta því líða vel.  Allar frekari upplýsingar veitir félagsmálastjóri Hvalfjarðarsveitar í s.433-8500.

Félagsmálastjóri Hvalfjarðarsveitar

Fimmtudagur, 28. janúar 2016

Miðvikudaginn 27. janúar sl. undirrituðu Dagný Hauksdóttir, formaður Ungmenna- og íþróttafélags Hvalfjarðarsveitar og Skúli Þórðarson, sveitarstjóri samkomulag um tímabundin afnot félagsins af húsnæði sveitarfélagsins í Heiðarborg.

Ungmenna- og íþróttafélagið hyggst nota húsnæðið fyrir skipulagða starfsemi sína sem sérstaklega verði beint að íbúum Hvalfjarðarsveitar, ungum sem öldnum.

Hvalfjarðarsveit lætur félaginu húsnæðið í té án endurgjalds en samkomulag aðila um afnotin er til ársloka 2016 með möguleika á framlengingu.

Pages