Allar fréttir

Föstudagur, 11. desember 2015

210. fundur sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar verður haldinn þriðjudaginn 15. desember 2015 kl.

Föstudagur, 11. desember 2015

Laust er til umsóknar embætti sviðsstjóra leikskólaasviðs Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar. Sviðsstjóri er í stjórnunarteymi skólans og starfar náið með skólastjóra samkvæmt skipuriti skólans. 

Menntunar- og hæfniskröfur  

·         Kennarapróf og kennslureynsla

·         Framhaldsmenntun eða reynsla á sviði stjórnunar æskileg

·         Frumkvæði og samstarfsvilji

·         Góðir skipulagshæfileikar

·         Hæfni í mannlegum samskiptum

·         Sé reiðubúinn til að leita nýrra leiða í skólastarfi

Fimmtudagur, 10. desember 2015

Menningar- og atvinnuþróunarnefnd hefur undanfarið unnið að stefnumótun í málaflokknum. Þessi mynd er tekin þegar nefndin var búin að taka ákvörðun um að senda drög að stefnumótun frá sér til umfjöllunar í sveitarstjórn.

Á myndinni eru Brynjólfur Sæmundsson, Jónella Sigurjónsdóttir, Brynjar Ottesen og Alexandra Chernyshova, aðalmenn. Ingibjörg Halldórsdóttir komst ekki á fund þetta kvöld en í hennar stað sat fundinn 1. varamaður nefndarinnar, Áskell Þórisson, sem tók myndina.

Jónella Sigurjónsdóttir, formaður menningar- og atvinnuþróunarnefndar

Þriðjudagur, 8. desember 2015
Leik- og grunnskóli Hvalfjardarsveitar stendur fyrir ráðstefnu 4. janúar 2016. Málefnið er spjaldtölvur í skólastarfi - Staðan í dag. Hvað svo?
Heiðarskóli í Hvalfirði innleiddi iPada í starf skólans 1:1 árið 2013. Skólinn býr að töluverðri reynslu sem hefur orðið til á þessum tveimur árum, ásamt því að kennarar skólans segja frá sinni reynslu þá fáum við frumkvöðul í spjaldtölvuinnleiðingu frá Danmörku - Rasmus Borch og Ingva Hrannar, kennsluráðgjafa í Skagafirði, sem er hefur verið í framvarðarsveitinni hér á landi. 
Laugardagur, 5. desember 2015

Hægt er að panta snjómokstur hjá byggingarfulltrúa í síma 896-5141 til kl. 18:00  laugardag 5. desember 2015.

Föstudagur, 4. desember 2015

209. fundur sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar verður haldinn þriðjudaginn 8. desember 2015 kl.

Föstudagur, 4. desember 2015

Glaðvær og skemmtilegur hópur nemenda og starfsfólks Leikskólans Skýjaborgar kveiktu í dag ljósin á jólatrénu við stjórnsýsluhúsið.
Allir glöddust innilega þegar ljósin höfðu verið tendruð og að sjálfsögðu voru sungin jólalög.
Svo var boðið uppá smákökur og drykk í stjórnsýsluhúsinu.
Að lokum var tekin skemmtileg hópmynd

Starfsfólk stjórnsýslu þakkar nemendum og starfsfólki Skýjaborgar fyrir alla aðstoð og skemmtilega heimsókn.

Þriðjudagur, 1. desember 2015

Nýsköpunarsjóður Hvalfjarðarsveitar auglýsir eftir umsóknum um styrki til nýsköpunarverkefna í Hvalfjaðrarsveit. Umsóknarfrestur er til 30. desember 2015.

Form. nýsköpunarsjóðs

Auglýsingin

Umsóknareyðublað

Mánudagur, 30. nóvember 2015
Hvalfjarðarsveit vill að gefnu tilefni benda íbúum á það að óheimilt er að láta í fráveitu sveitarfélagsins hvers kyns spilliefni, olíur, bensín, lífræn leysiefni eða annað það sem skemmt getur eða truflað rekstur fráveitukerfisins eða skaðað viðtaka.
Bent skal á að tekið er á móti þessum efnum á gámastöðinni á Akranesi.
 
Hvalfjarðarsveit.
Miðvikudagur, 25. nóvember 2015
Skógræktarfélag Skilmannahrepps býður íbúum í Hvalfjarðarsveit að koma og kaupa jólatré á skógræktarsvæði félagsins við Furuhlíð. 

Pages