Allar fréttir

Þriðjudagur, 16. júní 2015

Hátíðardagskrá í Heiðarskóla frá kl. 12:00-14:30: Skrúðganga, Ræðumaður dagsins Einar S . Sigurðsson, Fjallkona, Hátíðarsöngur í höndum kirkjukórsins, kvenfélagið Lilja sér um kaffiveitingar, andlitsmálun, töframaðurinn Einar einstaki, spurningarkeppni fyrir börn og hoppukastalar.

Messað verður í Leirárkirkju kl. 11:00

Mánudagur, 15. júní 2015

Undanfarnar vikur hafa sjálfboðaliðar á vegum Umhverfisstofnunar unnið að umbótum við göngustíga inn að Glym. Verkefnið er styrkt af Framkvæmdasjóði ferðamálastaða. Ágætu íbúar í Hvalfjarðarsveit endilega gerið ykkur ferð til að kíkja á verkið, sjón er sögu ríkari.
Meðfylgjandi mynd sýnir sjálfboðaliðana við störf sín.

Miðvikudagur, 10. júní 2015

Sundlaug og aðstaða í Heiðarborg er opin samkvæmt eftirfarandi:
Í júní mánudaga - fimmtudaga frá kl. 16:00 - 21:00.
Í ágúst (frá upphafi kennslu í grunnskóla) mánudaga - fimmtudaga
frá kl. 16:00 - 21:00 og laugardaga frá kl. 10:00-15:00
Lokað í júlímánuði.

Miðvikudagur, 10. júní 2015

Sundlaugin að Hlöðum á Hvalfjarðarströnd opnar föstudaginn 12. júní nk. og verður opin alla daga til og með til og með 30. ágúst nk.
Opnunartími er skv. eftirfarandi:
Virka daga frá kl. 14:00 til 21:00
Helgar (laugardaga og sunnudaga) frá kl. 10:00 til 18:00

Þriðjudagur, 9. júní 2015

Við Skýjaborg vantar til starfa fyrir næsta skólár. Deildarstjóra á yngri deild. Umsækjandi um kennarastarf þarf að hafa kennsluréttindi, góða skipulagshæfileika og mikla hæfni í mannlegum samskiptum. Leikskólinn  leggur áherslu á lýðræði og opinn efnivið. Í leikskólanum dvelja um 40 börn á aldrinum 1-6 ára. Í leikskólanum gefst tækifæri til að takast á við fjölbreytt og skemmtileg verkefni sem tengjast þróun leikskólastarfs, samvinnu leikskólans við grunnskólasvið skólans og fleiri stofnanir.

Laun samkv. LN, KÍ, FL og/eða viðkomandi stéttarfélagi

Þriðjudagur, 9. júní 2015

Í febrúarmánuði sl. fól sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar R3-ráðgjöf ehf. og Miðstöð skólaþróunar Háskólans á Akureyri að vinna úttekt á rekstri og faglegu starfi Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar.
Úttektaraðilar skiluðu niðurstöðum sínum til sveitarstjórnar í byrjun júnímánaðar og koma þær fram í þeim skýrslum sem hér eru kynntar.
Niðurstöður úttektanna hafa verið kynntar fyrir sveitarstjórn, fræðslu- og skólanefnd, skólastjórnendum og starfsfólki skólans.

Föstudagur, 5. júní 2015

198. fundur sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar verður haldinn þriðjudaginn 9. júní 2015 kl. 16:00 í Stjórnsýsluhúsinu að Innrimel 3. Dagskrá fundarins má nálgast hér.

Þriðjudagur, 2. júní 2015

Við Skýjaborg vantar til starfa fyrir næsta skólár  ·    Leikskólakennara. Umsækjandi um kennarastarf þarf að hafa kennsluréttindi, góða skipulagshæfileika og mikla hæfni í mannlegum samskiptum. Leikskólinn  leggur áherslu á lýðræði og opinn efnivið. Í leikskólanum dvelja um 40 börn á aldrinum 1-6 ára.

Föstudagur, 22. maí 2015

Eins og auglýst hefur verið munu vorhreinsunargámar verða staðsettir í Melahverfi, Hlíðarbæ og í Krosslandi þetta vorið eins og undanfarin ár. Gámar í Melahverfi og Hlíðarbæ munu koma á svæðið í dag 21. maí og verða staðsettir þar til 4. júni. Vegna framkvæmda við planið þar sem gámar verða staðsettir í Krosslandi munu gámar á því svæði ekki koma á svæðið fyrr en þriðjudaginn 26. maí og verða staðsettir þar til 9. júni. 

Fimmtudagur, 21. maí 2015

Hvalfjarðarsveit óskar eftir að ráða þrjá starfsmenn til að annast umsjón með sumaropnun sundlaugarinnar að Hlöðum 2015. Tímabil: frá og með 12. júní til og með 30. ágúst.

Lýsing á starfinu: Starfið felur í sér allan daglegan rekstur, t.d. öryggisgæslu á útisvæði sundlaugar og í búningsklefum, þrif á búningsklefum og öðru húsnæði sundlaugar, uppgjör, eftirlit með hreinlæti og búnaði og þjónustu við gesti sundlaugarinnar.

Pages