Allar fréttir

Fimmtudagur, 10. janúar 2019
Ráðgjafar á vegum Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi verða með kynningu á sjóðnum á næstu dögum þar sem hægt er að nálgast ýmsar upplýsingar um gerð umsókna, styrkhæfni verkefna o.fl. 
 
Viðvera verður á eftirtöldum stöðum:
 
- Stykkishólmur mánudaginn 14 janúar kl.10.00-12.00 í ráðhúsinu í Stykkishólmi.
- Grundarfjörður mánudaginn 14 janúar kl.13.00-15.00 í ráðhúsinu í Grundarfirði.
Föstudagur, 28. desember 2018
Laus er staða matráðar tímabundið í 100% stöðu við leikskólann Skýjaborg frá janúar 2019. Við leitum að matráði sem hefur brennandi áhuga á að elda hollan, góðan og næringarríkan mat í samræmi við Manneldismarkmið Lýðheilsustöðvar.
Umsækjandi þarf að hafa góða skipulagshæfileika og hæfni í mannlegum samskiptum. Reynsla af starfi í mötuneyti æskileg.
 
Starfið hentar jafnt körlum sem konum.
 
Laun samkvæmt kjarasamningi SNS og viðkomandi stéttarfélags.
 
Föstudagur, 28. desember 2018
  Í dag er síðasti starfsdagur Kristjönu „pósts“ sem af alúð og dyggð hefur annast póstþjónustu í Hvalfjarðarsveit sl. fjóra áratugi.  Af þessu tilefni var Kristjönu færður örlítill þakklætisvottur f.h.       sveitarfélagsins um leið og við óskum henni gæfu og gleði um ókomna tíð.   
 
 
Föstudagur, 21. desember 2018
Óskum íbúum Hvalfjarðarsveitar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða.
 
Starfsfólk skrifstofu Hvalfjarðarsveitar
Fimmtudagur, 20. desember 2018
Bogi Kristinsson Magnusen er nýr skipulags- og umhverfisfulltrúi Hvalfjarðarsveitar.  Hann hóf störf þann 1. desember sl.  
 
Bogi hefur sl. 16 ár verið skipulags- og byggingarfulltrúi fyrir sveitarfélögin Dalabyggð, Reykhóla-, Kaldrananes- og Árneshrepp.  Bogi er með meistararéttindi í húsasmíði, byggingarfræðingur frá Vitus Bering Horsens í Danmörku og MS.c í Skipulagsfræði frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri.  
 
Bogi er kvæntur Hörpu Helgadóttur og eiga þau tvö uppkomin börn.
 
Miðvikudagur, 19. desember 2018
 
Vestur- og Norðurland:
 
Leið 57:
 
•  Aðfangadagur, 24.desember – Ekið verður samkvæmt laugardagsáætlun hluta dags. 
   Einu ferðir dagsins verða:
  kl. 07:25 frá Akranes-Akratorg í Mjódd
  kl. 09:50 frá Borgarnesi í Mjódd 
  kl. 09:00 frá Mjódd til Borgarness
  kl. 12:30 frá Mjódd til Akranes-Akratorg
 
Mánudagur, 17. desember 2018
Hvalfjarðarsveit og Vegagerðin eru með samning við Þrótt ehf. vegna snjómoksturs og hálkueyðingar í Hvalfjarðarsveit, til vorsins 2019. Fyrirkomulagið varðandi snjómokstur og hálkueyðingu mun vera eins og síðastliðinn vetur.
 
Allt að fjórum sinnum á almanaksári greiðir Hvalfjarðarsveit fyrir snjómokstur / hálkueyðingu að heimreiðum íbúðarhúsa í dreifbýli þar sem föst búseta er.
Ábúendur skulu panta mokstur / hálkueyðingu með eins sólarhrings fyrirvara svo hægt sé að tryggja snjómokstur / hálkueyðingu eins og óskað er eftir.
Mánudagur, 17. desember 2018
Á 93. fundi umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefndar Hvalfjarðarsveitar þann 4.12.2018  var gerð eftirfarandi bókun:
 
USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að fallið verði frá fyrirhuguðum breytingum á Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020, Breyting í kafla 4 í greinargerð um frístundabyggð.
Nefndin telur að þær ábendingar sem bárust í lýsingarferli málsins séu þess eðlis að ekki sé fært að halda áfram með málið á þeim grunni sem unnið hefur verið með.
 
Fimmtudagur, 13. desember 2018

Á fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar þann 11. desember sl. samþykkti sveitarstjórn með öllum greiddum atkvæðum að  fella niður næstu tvo reglubundnu fundi sína þ.e. þann 25. desember nk. og 8. janúar nk. þannig að næsti fundur sveitarstjórnar verði þá 22. janúar nk.

Fimmtudagur, 13. desember 2018
Laus er staða við ræstingar í leikskólanum Skýjaborg, Hvalfjarðarsveit.  Um er að ræða ræstingarstarf utan dagvinnutíma alla virka daga, 3,05 klst. á dag, vinnan fer fram á tímabilinu 16:30 – 20:00 eða eftir samkomulagi. 
 
Reynsla af vinnu við ræstingar æskileg. 
Hreinlæti í fyrirrúmi. 
Sjálfstæð vinnubrögð. 
Starfið hentar báðum kynjum.

Pages