Allar fréttir

Fimmtudagur, 16. ágúst 2018

Auglýsing - Grundartanga, deiliskipulagsbreyting

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti 10. júlí 2018 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi iðnaðar- og hafnarsvæðis, vestursvæði á Grundartanga.

Deiliskipulagstillagan felur í sér útvíkkun á losunarsvæði núverandi flæðigryfja, sameiningu lóða, lagfæringu á númeraröð lóða við Klafastaðaveg og staðsetningu spennistöðvar við Klafastaðaveg.

Mánudagur, 13. ágúst 2018

269. fundur sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar verður haldinn þriðjudaginn 14. ágúst 2018 kl.

Miðvikudagur, 25. júlí 2018

Hvalfjarðarsveit bárust níu umsóknir um starf skrifstofustjóra sem nýverið var auglýst til umsóknar.  Umsóknarfrestur var til og með 19. júlí sl.  Umsækjendur um starf skrifstofustjóra Hvalfjarðarsveitar eru:

 

Miðvikudagur, 25. júlí 2018

Skipulags- og umhverfisfulltrúi

Laust er til umsóknar starf skipulags- og umhverfisfulltrúa Hvalfjarðarsveitar. Um er að ræða 100% starf innan stjórnsýslu sveitarfélagsins. Leitað er að metnaðarfullum aðila til að stýra fjölbreyttum verkefnum í skipulags- og umhverfismálum sveitarfélagsins. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Þriðjudagur, 17. júlí 2018
Skrifstofa Hvalfjarðarsveitar verður lokuð frá og með mánudeginum 23. júlí til og með föstudagsins 3. ágúst 2018, vegna sumarleyfa starfsfólks.
 
Sveitarstjóri
Mánudagur, 9. júlí 2018

Skrifstofustjóri:

Starf skrifstofustjóra hjá Hvalfjarðarsveit er laust til umsóknar, starfshlutfall 100%. Skrifstofustjóri hefur umsjón með 
launa- og mannauðsmálum, persónuverndarmálum og innheimtu, tekur þátt í áætlanagerð og uppgjöri sveitarfélagsins 
og samhæfingu verkefna á sviði fjármála á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar. 
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
 
Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:
Mánudagur, 9. júlí 2018

Á morgun þriðjudag 10 júlí

Vegna bilunar á aðveituæð Hitaveitufélags Hvalfjarðar má búast við truflun á

á afhendingu á  heitu vatni frá kl 10.00 til 13.30 á meðan  viðgerð stendur yfir.

Föstudagur, 6. júlí 2018

267. fundur sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar verður haldinn þriðjudaginn 10. júlí  2018 kl. 15:00 í Stjórnsýsluhúsinu að Innrimel 3,  Dagskrá fundarins má nálgast hér !

Föstudagur, 22. júní 2018
Linda Björk sem gegnt hefur starfi skrifstofustjóra Hvalfjarðarsveitar frá miðjum júlí 2017 hefur verið ráðin sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar frá og með 1. júlí nk.  
Miðvikudagur, 20. júní 2018

Langar þig að taka þátt í skemmtilegri sumarhátíð í Hvalfjarðarsveit?

Ert þú með góða hugmynd og vilt framkvæma? Ertu með eitthvað áhugavert að sýna? Langar þig að bjóða fólki heim? Viltu taka þátt í að gera Hvalfjarðardaga 2018 að skemmtilegum viðburði?

Nú er komið að því að skipuleggja Hvalfjarðardaga. Óskað er eftir samstarfi við einstaklinga, félagasamtök og fyrirtæki í Hvalfjarðarsveit fyrir sumarhátíðina Hvalfjarðardagar sem haldin verður helgina 24.-26. ágúst en aðaláherslan verður á laugardaginn 25. ágúst.

Pages