Allar fréttir

Föstudagur, 22. febrúar 2019
281. fundur sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar verður haldinn þriðjudaginn 26. febrúar 2019 kl. 15 í Stjórnsýsluhúsinu að Innrimel 3.
 
Dagskrá fundarins má sjá hér
Föstudagur, 15. febrúar 2019
Styrktarsjóður Hvalfjarðarsveitar hefur verið lagður niður og í stað hans hafa verið stofnaðir tveir nýir sjóðir sem taka við hlutverki Styrktarsjóðsins,  Menningarsjóður Hvalfjarðarsveitar og Íþrótta-og æskulýðssjóður Hvalfjarðarsveitar.  
 
Úthlutun úr hinum nýju sjóðum verður einu sinni á ári og er það breyting frá því sem áður var.  Árið 2019 munu sjóðirnir hafa sama fjármagn til úthlutunar og Styrktarsjóður hafði.
 
Mánudagur, 11. febrúar 2019
Álagningu fasteignagjalda í Hvalfjarðarsveit fyrir árið 2019 er lokið.  
 
Álagningarseðlar fasteigna eru einungis sendir út til 71 árs og eldri.  Aðrir geta nálgast álagningarseðil sinn rafrænt í íbúagátt á vef Hvalfjarðarsveitar eða á vefnum www.island.is
 
Föstudagur, 8. febrúar 2019
280. fundur sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar verður haldinn þriðjudaginn 12. febrúar 2019 kl. 15 í Stjórnsýsluhúsinu að Innrimel 3.
 
Dagskrá fundarins má sjá hér
Fimmtudagur, 7. febrúar 2019
 
Vinnumálastofnun/velferðarráðuneytið auglýsir styrki til atvinnumála kvenna árið 2019 lausa til umsóknar.
 
 
 
Skilyrði er að verkefnið/hugmyndin falli að eftirfarandi skilyrðum.
 
Fimmtudagur, 7. febrúar 2019
Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi mun halda fundi til að kynna verkefnið „Bættur rekstur – Betri afkoma til að örva nýsköpun í starfandi fyrirtækjum á Vesturlandi 2019“.   Verkefnið er áhersluverkefni í Sóknaráætlun Vesturlands og verður unnið í samvinnu við ráðgjafafyrirtækið Áttir ehf.
 
Nánari upplýsingar um verkefnið, fundarstaði og tíma má sjá hér
Miðvikudagur, 6. febrúar 2019

Eitt líf forvarnarfræðsla verður með fyrirlestur fyrir foreldra/forráðamenn barna í Heiðarskóla í skólanum í kvöld, miðvikudaginn 6. febrúar kl. 20.

Foreldrar/forráðamenn eru hvattir til að mæta á þennan fyrirlestur.

Kynningarbréf frá Eitt líf-forvarnarfræðslu má sjá hér.

Fimmtudagur, 31. janúar 2019
Lýsing á deiliskipulagstillögu Narfastaðalandi
          
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum þann 22. janúar 2019 lýsingu á deiliskipulagstillögu sbr. 40.gr skipulagslaga nr. 123/2010. 
 
Lýsingartillagan er fyrir Narfastaðaland 4.no.2A í Hvalfjarðarsveit. 
 
Miðvikudagur, 30. janúar 2019

Á nýju ári þykir rétt að minna á Íþrótta-og tómstundastyrk Hvalfjarðarsveitar fyrir börn og ungmenni allt að 18 ára aldri með lögheimili í sveitarfélaginu.  

Styrkur til íþrótta-og tómstundaiðkunar árið 2019 er kr. 60.000.  Einnig er hægt að sækja um styrk til keppnisferða og æfingaferða erlendis.

Kvittanir fyrir greiðslu gjalda ásamt bankaupplýsingum og kennitölu forráðamanns má senda á netfangið hvalfjardarsveit@hvalfjardarsveit.is eða koma með á skrifstofu sveitarfélagsins.

Föstudagur, 18. janúar 2019
279. fundur sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar verður haldinn þriðjudaginn 22. janúar 2019 kl. 15 í Stjórnsýsluhúsinu að Innrimel 3.
 
Dagskrá fundarins má sjá hér

Pages