Allar fréttir

Föstudagur, 8. september 2017

248. fundur sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar verður haldinn þriðjudaginn 12. september  2017 kl. 16:00 í Stjórnsýsluhúsinu að Innrimel 3,  Dagskrá fundarins má nálgast hér !

Fimmtudagur, 24. ágúst 2017
A.  Leitarsvæði Núparéttar. Skv. fjallskilareglugerð nær leitarsvæði Núparéttar að merkjum Hlíðarfótar og Eyrar í Svínadal. 
Fyrri leit er laugardaginn 9. september og seinni leit laugardaginn 23. september. Fyrri rétt er sunnudaginn 10. september kl.13 en seinni rétt er laugardaginn 23. september þegar smölun lýkur. 
Leitarstjórar eru Baldvin Björnsson og Magnús Ingi Hannesson. 
Réttarstjóri er Baldvin Björnsson. 
Marklýsingamenn eru Helgi Bergþórsson og Atli Viðar Halldórsson. 
Fimmtudagur, 24. ágúst 2017
Föstudagur 25. ágúst
Kl. 10:00-18:00  Ferstikluskáli opinn
Kl. 12:00  Ljósmyndasamkeppni hefst og stendur yfir Hvalfjarðardaga
Þema: Gleði og náttúra í Hvalfjarðarsveit. Sjá nánar á www.hvalfjardardagar.is.
Kl. 14:00-21:00  Sundlaugin að Hlöðum opin
Kl. 18:00-23:00  Ferðaþjónustan á Laxárbakka býður heim
Lambakjöt á grillinu frá kl. 18:00 og kaldur á kantinum, gestum boðið að skoða íbúðirnar og aðstöðuna. 
Miðvikudagur, 23. ágúst 2017

Vegna óviðráðanlegra orsaka er Sundlaugin að Hlöðum lokuð í dag, miðvikudag 23/8 2017 en verður opin næstu daga til og með 27. ágúst .

Föstudagur, 18. ágúst 2017

247. fundur sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar verður haldinn þriðjudaginn 22. ágúst  2017 kl. 16:00 í Stjórnsýsluhúsinu að Innrimel 3,  Dagskrá fundarins má nálgast hér !

Föstudagur, 11. ágúst 2017

246. fundur sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar verður haldinn þriðjudaginn 15. ágúst  2017 kl. 16:00 í Stjórnsýsluhúsinu að Innrimel 3,  Dagskrá fundarins má nálgast hér !

Miðvikudagur, 9. ágúst 2017
Vegna forfalla vantar kennara við Heiðarskóla skólaárið 2017 – 2018. Um tímabundna ráðningu er að ræða í 100% starf sem snýr að teymiskennslu á unglingastigi. Laun eru samkvæmt kjarasamningi KÍ og Launanefndar sveitarfélaga. Starfið hentar jafnt körlum sem konum. 
 
Þriðjudagur, 8. ágúst 2017
Hvalfjarðarsveit deiliskipulag
Hótel Hafnarfjall – samþykkt deiliskipulags
Föstudagur, 21. júlí 2017

Sorphirða í Hvalfjarðarsveit og Skorradalshreppi 2017-2022.

Hvalfjarðarsveit og Skorradalshreppur óska eftir tilboðum í sorphirðu fyrir heimili og rekstur grenndarstöðva.

Útboð þetta er auglýst á EES svæðinu.

Helstu magntölur:
Sorpílát 220 stk
Grenndarstöðvar 20 stk

Þriðjudagur, 18. júlí 2017

Skrifstofa Hvalfjarðarsveitar verður lokuð frá og með mánudeginum 24. júlí til og með föstudagsins 4. ágúst 2017, vegna sumarleyfa starfsfólks.

Sveitarstjóri

Pages