Allar fréttir

Mánudagur, 25. mars 2019
Í haust hefur verið unnið að gerð nýrrar heimasíðu fyrir Hvalfjarðarsveit og standa vonir til að þeirri vinnu muni ljúka nú á vormánuðum þannig að ný heimasíða geti opnað í sumar.
 
Föstudagur, 22. mars 2019
Þjóðlagahljómsveitin Kólga og Haukur Ingi Jónasson guðfræðingur - í samvinnu við Kalman listfélag - bjóða upp á dagskrá undir yfirskriftinni - Glaðlegir söngvar um dauðann. Dagskráin fer fram í Innra-Hólmskirkju í Hvalfjarðarsveit laugardaginn 23. mars kl. 16. Þar verður blandað saman tónlist af efnisskrá sveitarinnar um þetta viðfangsefni og vangaveltum guðfræðingsins um dauðann á milli laga.
 
Föstudagur, 22. mars 2019

283. fundur sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar verður haldinn þriðjudaginn 26. mars 2019 kl. 15 í Stjórnsýsluhúsinu að Innrimel 3.

Dagskrá fundarins má sjá hér

Föstudagur, 15. mars 2019

Þann 5. mars sl. var haldinn sameiginlegur fundur Ungmennaráðs og sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.  Fundarmenn voru ánægðir með fundinn, framsöguerindi og kynning ungmenna var til fyrirmyndar og samtalið gott.  Ungmennaráðsfulltrúar sögðu frá Ungmennaþingi Vesturlands sem fram fór í nóvember sl.

Miðvikudagur, 13. mars 2019

Að gefnu tilefni eru vinsamleg tilmæli til þeirra sem aka um Melahverfi að virða hraðatakmarkanir sem þar gilda.  Hafa ber í huga að í hverfinu eru börn við leik og störf. 

Ökum varlega og tökum tillit, líf eru verðmætari en tími.  

Föstudagur, 8. mars 2019
282. fundur sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar verður haldinn þriðjudaginn 12. mars 2019 kl. 15 í Stjórnsýsluhúsinu að Innrimel 3.
 
Dagskrá fundarins má sjá hér
Þriðjudagur, 5. mars 2019
 
Hvalfjarðarsveit auglýsir eftir aðila til að reka sundlaugina að Hlöðum sumarið 2019. 
 
Rekstraraðili skal skv. nánara samkomulagi annast: 
 
    Alla umsjón og ábyrgð á starfsemi sundlaugarinnar í júní, júlí og ágúst nk. 
 
    Allt starfsmannahald, baðvörslu, afgreiðslu, þrif, auglýsingar, innkaup á 
    rekstrarvörum, t.d. hreinlætisvörum eins og klór og annað sem rekstrinum tengist. 
 
Þriðjudagur, 5. mars 2019
Í dag var tekin fyrsta skóflustunga að byggingu parhúss í Melahverfi.  Framkvæmdin er jafnframt sú fyrsta í nýrri götu sem heitir Háimelur.
 
Tólf ár eru frá því síðast var byggt í Melahverfinu og því ánægjulegt að framkvæmdir séu að hefjast að nýju í hverfinu.
 
Föstudagur, 1. mars 2019

Fundur Ungmennaráðs og Sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar verður haldinn  þriðjudaginn 5. mars  2019 kl. 16.00 í Stjórnsýsluhúsinu að Innrimel 3.

Dagskrá fundarins má sjá hér

Þriðjudagur, 26. febrúar 2019
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið býður til morgunverðarfundar um almenningssamgöngur milli byggða landsins fimmtudaginn 28. febrúar. Á fundinum verður fjallað um nýja stefnumótun um almenningssamgöngur fyrir allt landið.
Fundurinn verður haldinn í Iðnó við Tjörnina í Reykjavík og er opinn öllum. Boðið verður upp á morgunverð frá kl. 8:00 en dagskrá hefst kl. 8:30 og stendur til kl. 10.
 
Fundinum verður einnig streymt í beinni útsendingu á vef Stjórnarráðsins.
 

Pages