Allar fréttir

Þriðjudagur, 11. september 2018
 
Samkvæmt samþykktum sveitastjórnar er hér með auglýst eftir umsóknum til Styrktarsjóðs Hvalfjarðarsveitar.
 
Styrkumsóknir skulu undirritaðar af umsækjanda og/eða aðila sem heimild hefur að undirrita umsókn fyrir hönd umsækjanda ef um félag eða hópa er að ræða. Mikilvægt er að greinargóðar upplýsingar komi fram í umsókninni. Heimilt er að vísa frá umsóknum ef fullnægjandi upplýsingar koma ekki fram. 
 
Félög og/eða hópar sendi inn ársreikning síðastliðins árs og fjárhagsáætlun yfirstandandi árs.
Föstudagur, 7. september 2018
271. fundur sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar verður haldinn þriðjudaginn 11. september 2018 kl. 15 í Stjórnsýsluhúsinu að Innrimel 3.
Dagskrá fundarins má nálgast hér
Þriðjudagur, 4. september 2018
Opið er fyrir umsókn um húsnæðisstuðning vegna 15-17 ára ungmenna á heimavist.
 
Umsóknareyðublað um húsnæðisstuðning er að finna á heimasíðu Hvalfjarðarsveitar.
 
Með umsókninni þarf að fylgja eftirfarandi gögn.
1)  Umsókn
2)  Afrit af húsaleigusamningi 
3)  Launaseðlum síðastliðna þrjá mánuði
 
Skila þarf inn gögnum á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar að Innrimel 3, Hvalfjarðarsveit.
 
Mánudagur, 3. september 2018

Kynningarfundur vegna tillögu að breytingu aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar hvað varðar frístundabyggð verður á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar miðvikudaginn 5. september 2018 kl. 17:00.

Lýsing tillögunnar liggur frammi á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar. Lýsinguna má einnig sjá á heimasíðu sveitarfélagsins www.hvalfjardarsveit.is
 
sunnudagur, 2. september 2018
Miðvikudagur, 29. ágúst 2018
 
Lýsing fyrir breytingu á greinargerð aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 er varðar frístundabyggð
 
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hefur samþykkt lýsingu fyrir breytingu á greinargerð aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar 2008-2020.
 
Lýsingin tekur til 4. kafla í greinargerð um frístundabyggð og verður tillagan auglýst skv. 1. mgr. 31. gr. Skipulagslaga nr 123/2010 síðar í haust.
 
Þriðjudagur, 28. ágúst 2018

Ingunn er rekstrarfræðingur og hefur frá árinu 2005 unnið hjá Tryggingastofnun ríkisins sem bókhalds- og launafulltrúi. 

Mánudagur, 27. ágúst 2018

270. fundur sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar verður haldinn þriðjudaginn 28. ágúst 2018 kl.

Laugardagur, 25. ágúst 2018

Hvalfjarðardagar 2018 verða haldnir helgina 24. - 26. ágúst n.k.

Þriðjudagur, 21. ágúst 2018

Guðný Tómadóttir hefur verið ráðin í starf skrifstofumanns/skjalavarðar á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar.  

Hún starfaði áður hjá Sýslumanninum á Vesturlandi á Akranesi, sem umboðsmaður TR.

Guðný hefur þegar hafið störf og bjóðum við hana velkomna til starfa.

 

 

Pages