Allar fréttir

Föstudagur, 21. september 2018

Á fundi sveitastjórnar þann 11. september 2018 var samþykkt hækkun á íþrótta-og tómstundastyrkjum og tók hækkunin  strax gildi.  Tómstundaávísanir hækkuðu úr kr. 40.000 á almanaksári í kr. 60.000.  Íþróttastyrkir til æfinga-og keppnisferða erlendis skv. 2. og 3. gr. reglna um íþróttastyrki hækkuðu hvort um sig í 30.000 kr. á almanaksári.

Búið er að yfirfara innsenda reikninga vegna 2018 og endurgreiða til foreldra þar sem reikningur var hærri en fyrri endurgreiðsla.

Föstudagur, 21. september 2018

272. fundur sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar verður haldinn þriðjudaginn 25. september 2018 kl. 15 í Stjórnsýsluhúsinu að Innrimel 3.

Dagskrá fundarins má sjá hér

Mánudagur, 17. september 2018
AUGLÝST EFTIR UMSÓKNUM Í UPPBYGGINGARSJÓÐ VESTURLANDS
 
Veittir verða styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar.
Á heimasíðu Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, http://ssv.is/uppbyggingarsjodur-vesturlands er að finna upplýsingar um umsóknarferli, reglur og viðmið varðandi styrkveitingar.
 
Föstudagur, 14. september 2018
Sundleikfimi fyrir 60 ára og eldri, byrjar mánudaginn 17. september nk. í Heiðarborg og verður alla mánudaga og fimmtudaga, frá kl. 11:50-12:30. 
Sigurður Þ. Sigurþórsson aðstoðarskólastjóri Heiðarskóla verður með sundleikfimina í vetur.
 
Það þarf að skrá sig í sundleikfimina á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar í síma  433-8500 eða á netfangið hvalfjardarsveit@hvalfjardarsveit.is
 
Miðvikudagur, 12. september 2018
Sunnudaginn 16. september nk., á Degi íslenskrar náttúru, verða haldnir tónleikar í Innra-Hólmskirkju.
 
Það eru þau Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari og Páll Eyjólfsson gítarleikari sem flytja tónverk frá barokk tímanum og til okkar daga.
 
Þriðjudagur, 11. september 2018
 
Samkvæmt samþykktum sveitastjórnar er hér með auglýst eftir umsóknum til Styrktarsjóðs Hvalfjarðarsveitar.
 
Styrkumsóknir skulu undirritaðar af umsækjanda og/eða aðila sem heimild hefur að undirrita umsókn fyrir hönd umsækjanda ef um félag eða hópa er að ræða. Mikilvægt er að greinargóðar upplýsingar komi fram í umsókninni. Heimilt er að vísa frá umsóknum ef fullnægjandi upplýsingar koma ekki fram. 
 
Félög og/eða hópar sendi inn ársreikning síðastliðins árs og fjárhagsáætlun yfirstandandi árs.
Föstudagur, 7. september 2018
271. fundur sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar verður haldinn þriðjudaginn 11. september 2018 kl. 15 í Stjórnsýsluhúsinu að Innrimel 3.
Dagskrá fundarins má nálgast hér
Þriðjudagur, 4. september 2018
Opið er fyrir umsókn um húsnæðisstuðning vegna 15-17 ára ungmenna á heimavist.
 
Umsóknareyðublað um húsnæðisstuðning er að finna á heimasíðu Hvalfjarðarsveitar.
 
Með umsókninni þarf að fylgja eftirfarandi gögn.
1)  Umsókn
2)  Afrit af húsaleigusamningi 
3)  Launaseðlum síðastliðna þrjá mánuði
 
Skila þarf inn gögnum á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar að Innrimel 3, Hvalfjarðarsveit.
 
Mánudagur, 3. september 2018

Kynningarfundur vegna tillögu að breytingu aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar hvað varðar frístundabyggð verður á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar miðvikudaginn 5. september 2018 kl. 17:00.

Lýsing tillögunnar liggur frammi á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar. Lýsinguna má einnig sjá á heimasíðu sveitarfélagsins www.hvalfjardarsveit.is
 
sunnudagur, 2. september 2018

Pages