Allar fréttir

Föstudagur, 9. nóvember 2018

276. fundur sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar verður haldinn þriðjudaginn 13. nóvember  2018 kl. 17 í Stjórnsýsluhúsinu að Innrimel 3.

 
Dagskrá fundarins má sjá hér
 
 
 
 
Mánudagur, 5. nóvember 2018
 
Föstudaginn 9. nóvember nk. verður lögbundin hunda- og kattahreinsun í Hvalfjarðarsveit.  Hreinsunin fer fram að Skipanesi milli kl. 17:00-19:00.
 
Samkvæmt 15. kafla hollustuháttareglugerðar nr. 941/2002, er hunda- og kattaeigendum skylt að láta ormahreinsa dýrið árlega.  Skylt er að ormahreinsa alla hunda og ketti 4 mánaða og eldri, og nýgotnar tíkur.  Skulu 3-4 vikna hvolpar spóluormahreinsaðir sérstaklega samkvæmt leiðbeiningum dýralæknis.
 
Fimmtudagur, 1. nóvember 2018
275. fundur sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar verður haldinn fimmtudaginn 1. nóvember  2018 kl. 15 í Stjórnsýsluhúsinu að Innrimel 3.
 
Dagskrá fundarins má sjá hér
 
Þriðjudagur, 30. október 2018

Dagana 29.10 til 02.11.2018 verður tekið á móti slökkvitækjum til yfirferðar og hleðslu á þeim tækjum sem þörf er á.  Hægt er að koma með þau á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar frá kl. 10-15.

Aðeins þau íbúðarhúsnæði sem eru skráð með fasta búsetu geta nýtt sér þessa þjónustu.  Sjá nánar í dreifibréfi sem sent hefur verið út.

 

 

 

 

Föstudagur, 19. október 2018
274. fundur sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar verður haldinn þriðjudaginn 23. október  2018 kl. 15 í Stjórnsýsluhúsinu að Innrimel 3.
 
Dagskrá fundarins má sjá hér
 
 
 
Mánudagur, 8. október 2018

273. fundur sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar verður haldinn þriðjudaginn 9. október  2018 kl. 15 í Stjórnsýsluhúsinu að Innrimel 3.

Dagskrá fundarins má sjá hér

Mánudagur, 8. október 2018

Ólöf Guðmundsdóttir atvinnuráðgjafi frá SSV verður með viðveru á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, Innrimel 3, 1x í mánuði í vetur.

Næsta viðvera er 16. okóber frá kl. 13-15.  Einnig er hægt að hafa samband við atvinnuráðgjafa í síma.

Nánari upplýsingar um viðveru í vetur og símanúmer má sjá hér

 

Miðvikudagur, 3. október 2018
Forvarnarsamningur var undirritaður  26. september 2018 á milli fjölskyldu- og frístundanefndar og fræðslunefndar Hvalfjarðarsveitar við Ég á bara eitt líf.
Um er að ræða samning um víðtæka forvarnarfræðslu í Hvalfjarðarsveit til að sporna við misnotkun á lyfjum og neyslu á fíkniefnum. 
Mikil ánægja var við undirritun samningsins og mun forvarnarverkefnið Ég á bara eitt líf hefjast í Hvalfjarðarsveit, heimasveit Einars Darra heitins, eftir áramót.
 
 
Þriðjudagur, 2. október 2018
Átak um söfnun og endurvinnslu raftækja
Hvað verður um rafeindatæki á þínu heimili og þínum vinnustað ?
 
Alþjóðlegt átak verður í söfnun raftækja í október 2018.  Laugardagurinn 13. október verður 
sérstaklega helgaður átakinu. 
 
Ástæða þess að blásið er til átaks í söfnun er sú að rafeinda- og raftæki eru að skila sér í alltof 
litlu mæli inn til endurvinnslu. Um er að ræða tæki sem oft má endurnýta með einhverjum 
Föstudagur, 21. september 2018

Á fundi sveitastjórnar þann 11. september 2018 var samþykkt hækkun á íþrótta-og tómstundastyrkjum og tók hækkunin  strax gildi.  Tómstundaávísanir hækkuðu úr kr. 40.000 á almanaksári í kr. 60.000.  Íþróttastyrkir til æfinga-og keppnisferða erlendis skv. 2. og 3. gr. reglna um íþróttastyrki hækkuðu hvort um sig í 30.000 kr. á almanaksári.

Búið er að yfirfara innsenda reikninga vegna 2018 og endurgreiða til foreldra þar sem reikningur var hærri en fyrri endurgreiðsla.

Pages