Allar fréttir

Föstudagur, 10. nóvember 2017

252. fundur sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar verður haldinn þriðjudaginn 14. nóvember  2017 kl. 16:00 í Stjórnsýsluhúsinu að Innrimel 3,  Dagskrá fundarins má nálgast hér !

Föstudagur, 3. nóvember 2017

Föstudaginn 10. nóvember nk. verður lögbundin hunda- og kattahreinsun í Hvalfjarðarsveit. Hreinsunin fer fram að Skipanesi á milli kl. 17:00 – 19:00.

Samkvæmt 15. kafla hollustuháttareglugerðar nr. 941/2002, er hunda- og kattaeigendum skylt að láta ormahreinsa dýrið árlega. Skylt er að ormahreinsa alla hunda og ketti 4 mánaða og eldri, og nýgotnar tíkur. Skulu 3-4 vikna hvolpar spóluormahreinsaðir sérstaklega samkvæmt leiðbeiningum dýralæknis.

Föstudagur, 3. nóvember 2017

Þann 1. nóvember sl. var athöfn að Hernámssetrinu að Hlöðum Hvalfjarðarströnd þar sem afhjúpaður var minnisvarði eftir rússneska listamanninn og myndhöggvarann Vladimir Alexandrovich Surovtsev. Minnisvarðinn ber heitið „Von um frið“ og er hann reistur af Rússum sem gjöf frá þeim til minningar um fórnir þeirra sjómanna sem tóku þátt í birgðarflutningum bandamanna frá Hvalfirði til Rússlands í seinni heimsstyrjöldinni.

Fimmtudagur, 2. nóvember 2017
Árétting til dýraeigenda í þéttbýli og dreifbýli:
1. Samkvæmt lögum um velferð dýra/reglugerð um velferð gæludýra eiga allir hundar, kettir og kanínur að vera örmerkt og skráð í miðlægan gagnagrunn, Dýraauðkenni. Sú skylda er lögð á herðar dýraheilsustarfsfólks s.s. dýralæknar og dýraeftirlitsfólk  að tilkynna til MAST ef óörmerkt/óskráð dýr koma til meðhöndlunar og ekki er vilji til að merkja/skrá viðkomandi dýr.
 
Þriðjudagur, 31. október 2017
Hvalfjarðarsveit auglýsir eftir tilboðum í leiktæki sem búið er að fjarlægja af leikskólalóðinni við Skýjaborg.
Um er að ræða tvöfalda rólu, sandkassa og gormatæki.
Tilboð í leiktækin sendist á bygging@hvalfjardarsveit.is fyrir 10. nóvember 2017.
Kaupandi þarf sjálfur að sækja tækin/tækið og bera kostnað af því.
 
Byggingarfulltrúi Hvalfjarðarsveitar
Mánudagur, 23. október 2017
Kjörfundur í Hvalfjarðarsveit vegna Alþingiskosninga laugardaginn 28. október 2017 verður frá kl. 9:00 til kl. 22:00. Kjörstaður er í stjórnsýsluhúsinu við Innrimel 3 í Melahverfi. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram hjá sýslumanni fram að kjördegi. 
 
Kjósendum ber að hafa persónuskilríki meðferðis. 
 
 
Kjörstjórn 
 
Föstudagur, 20. október 2017

251. fundur sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar verður haldinn þriðjudaginn 24. október  2017 kl. 16:00 í Stjórnsýsluhúsinu að Innrimel 3,  Dagskrá fundarins má nálgast hér !

Fimmtudagur, 12. október 2017
Kjörskrá Hvalfjarðarsveitar, vegna Alþingiskosninga sem haldnar verða þann 28. október 2017, mun liggja frammi almenningi til sýnis á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar, stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3, á almennum skrifstofutíma frá og með 13. október 2017 til kjördags. 
 
 
 
Hvalfjarðarsveit 12. október 2017
Skúli Þórðarson, sveitarstjóri.
 
Mánudagur, 9. október 2017

Óskað er eftir einstaklingum til að sjá um félagsstarf fyrir eldri borgara í Hvalfjarðarsveit ásamt Margréti Magnúsdóttur, frá október til og með maí. Félagsstarfið sem um ræðir er svokallað Opið hús í Fannahlíð sem er haldið þriðja miðvikudag í hverjum mánuði frá kl. 16-18. Helstu verkefni eru að skipuleggja og halda utan um það félagsstarf sem fram fer í Opnu húsi og að sinna akstursþjónustu fyrir þá einstaklinga sem þess þarfnast til að komast til og frá Fannahlíð. Reynsla í vinnu með öldruðum er æskileg. Nauðsynlegt er að hafa bíl til umráða.

Mánudagur, 9. október 2017

Bilun er í ljósleiðarakerfi Hvalfjarðarsveitar og geta notendur á svæði milli Hvalfjarðarganga og Akraness átt vona á truflunum eða sambandsleysi. Viðgerð stendur yfir og er þess vænst að henni ljúki innan sólarhrings.

Sveitarstjóri

Pages