Íþróttamannvirki á Akranesi

 

 

AkraneshöllÍþróttamiðstöðin að Jaðarsbökkum

 

Á Jaðarsbökkum fara fram skólaíþróttir barna í Grundaskóla, knattspyrna, körfuknattleikur, frjálsar íþróttir og blak. Einnig er þar að finna aðal þreksal Akraness og sundlaug með vatnsrennibraut. Skrifstofur forstöðumanns íþróttamannvirkja og íþróttafulltrúa ÍA eru að Jaðarsbökkum. Íþróttamiðstöðin, auk Akraneshallar, er opin alla virka daga frá kl. 6.00 - 22:00 og frá kl. 9:00 - 18:00 um helgar. Símanúmer Jaðarsbakka er 433 1100.

 

 

 

KarateÍþróttahúsið við Vesturgötu

 

Í íþróttahúsinu við Vesturgötu fara fram skólaíþróttir barna í Brekkubæjarskóla, fimleikar, badminton, karate, hnefaleikar, skotfimi, keila og þrek. Opnunartímar eru sem hér segir: mánudaga til fimmtudaga frá kl. 07.00-22.30, föstudaga frá kl. 07.00-21.30, laugardaga frá kl. 9.00-15.00 og sunnudaga frá kl. 11.30-17.00. Lokað er á sumrin frá júní-ágúst. 

Símanúmer íþróttahúsins við Vesturgötu er 433 1133 en einnig er hægt að hafa samband með tölvupósti.

 

 

Jaðarsbakkalaug

Jaðarsbakkalaug

Jaðarsbakkalaug er 25 m útisundlaug með 5 heitum pottum, gufu og vatnsrennibraut. Skemmtileg sundlaug fyrir fjölskylduna, sundkappann og til sólbaðs. Sundlaugin er opin alla virka daga frá kl. 6:15 - 21:00 og um helgar frá kl. 09:00 - 18:00. Lokað er á stórhátíðardögum. 

 

 

BjarnalaugBjarnalaug

Bjarnalaug er 12,5 m innilaug með heitum potti sem staðsettur er í laugargarði utandyra. Bjarnalaug er einstaklega skemmtileg sundlaug og til gamans má geta þess að Bjarnalaug er til útleigu fyrir hin ýmsu tækifæri svo sem afmæli, bekkjarkvöld, starfsmannapartý o.fl. Bjarnalaug er staðsett að Laugabraut 6 og er hún orðin 70 ára gömul. Laugin er notuð í dag sem kennslulaug fyrir Brekkubæjarskóla en einnig fer þar fram ungbarnasund og sundskóli. Bjarnalaug er opin almenningi yfir vetrartímann (sept-maí) á laugardögum frá kl. 10.00-13.00 en þá er laugin hituð í 33 - 34°C. Nánari upplýsingar eru í síma  433 1130 en einnig er hægt að hafa samband með tölvupósti.

 


Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Svo hægt sé að hafa samband við þig.
By submitting this form, you accept the Mollom privacy policy.